Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 26 Eldhús Kötturinn Kúri finnur matarlykt langar leiðir. Þegar hann verður svangur þarf hann ekki annað að gera en reka trýnið út í loftið og þefa uppi hvaða nágrannar hans eru að útbúa girnilega máltíð. Svo læðist hann inn í eldhúsið til þeirra og gætir þess að láta lítið á sér bera. Kúri þykist kunna mannasiði en sleikir út um þegar eitthvað gómsætt dettur niður á gólf. Hann verður glaður þegar einhver laumar að honum munnbita og malar þá eins og traktor. Uppáhaldsmaturinn hans er samt soðin ýsa. • Hvað eru mannasiðir? • Hver er uppáhaldsmaturinn ykkar? Hugmyndir að umræðum • Til hvers er pottur notaður? En panna? Brauðrist? • Hvað er í ísskáp? Af hverju þurfum við ísskáp? • Hrærivél, til hvers er hún? En örbylgjuofn, til hvers er hann notaður? • Hvaða fólk er í eldhúsinu? Hvað er það að gera og af hverju? • Hvaða reglur gilda í eldhúsinu? Af hverju? • Af hverju er hreinlæti mikilvægt? • Hverju þarf að vara sig á í eldhúsinu? • Af hverju er mikilvægt að ganga frá? • Hvernig getum við hjálpað til í eldhúsinu? Hjálpið þið stundum til í eldhúsinu? • Hvað er rafmagnstæki? • Hver er uppáhaldsmaturinn ykkar? • Hvað er hollur/óhollur matur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=