Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 25 • Hvað er að gerast inni og hvað er að gerast úti? • Hvað er Kúri að gera á þessari mynd? • Hvernig eru hlutirnir á myndinni notaðir? T.d. þvottavél, þurrkari, tröppur, dyrabjalla. • Hvað gerið þið heima hjá ykkur? Hjálpist þið að við húsverkin? • Átt þú gæludýr? Hver hugsar um dýrið svo að því líði vel? • Af hverju þarf að hugsa um gæludýr? • Langar þig að eiga gæludýr? Af hverju? Leikir og sköpun • Vettvangsferðir að heimilum barnanna. • Byggja hús úr pappakassa. • Börnin teikna mismunandi hús: stór, lítil, fjölbýli, einbýli. • Börnin teikna húsið sitt og finna staðsetningu á korti. • Tengja saman hús og götuheiti með t.d. garnspotta. • Spurningakeppni. Lýstu ákveðnum hlutum af heimilinu og fáðu börnin til að geta hverju þú ert að lýsa, t.d. við notum það til að sópa gólfið, hengja upp þvottinn o.s.frv. • Talið um hvað mismunandi herbergi heita í húsinu: svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottahús o.fl. • Leikir með hljóðkerfisvitund – Finnið myndir sem ríma við orðin mús-hús, kalla- bjalla, lak-þak, rós-ljós, skúr-fuglabúr, hópur-sópur. • Taka sundur samsett orð: þvottavél, þvottasnúrur, fuglabúr, ruslatunna. Skoðið líka orðhlutaeyðingu, hvaða orð stendur eftir þegar bíll er tekinn í burtu: bíl-skúr. • Setjið kunnuglega hluti af heimilum í ílát. Látið börnin skiptast á að taka einn hlut í einu og segja hvað hluturinn heitir og til hvers hann er notaður. T.d. „þetta er ausa, notuð til að ausa súpu.“ • Spæjaraleikur. Hvað eru margir hlutir í stofunni/eldhúsinu/bílskúrnum o.s.frv. sem byrja á t.d. bókstafnum „s“ eða „b“? Tónlist • Ein ég sit og sauma • Undarlegt hús Í námsefninu Tónlist og umhverfi má finna lög og texta sem tengjast umhverfi (sjá mms.is) Ítarefni Á vef Orðaleiks eru verkefni tengd málörvun og þar má finna þemað húsgögn og heimilið Verkefni frá Skólum á grænni grein - Landvernd: „Eins og við sjáum umhverfið okkar“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=