Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 24 Heimilið Í hverfinu hans Kúra eru margs konar hús. Sum húsanna eru stór, önnur eru lítil og mörg þeirra eru með garð. Í fjölbýlishúsunum eru fleiri en ein íbúð í sama húsi og oft liggja tröppur niður í kjallara. Það getur komið sér vel fyrir kött eins og Kúra að eiga góðan vin á hverri hæð. Kúri á vin sem hefur jafnmikinn áhuga á villtum fuglum og hann. Aðrir sem í búa í húsinu eru meira fyrir gæludýr. Kúri þekkir nánasta umhverfi húsanna í hverfinu mjög vel enda eru þar áhugaverðir leynistaðir. Stundum kemst Kúri inn í bílskúr þar sem alls konar dót er geymt en þá þarf hann að passa að lokast ekki inni. • Hvað eru gæludýr? Eigið þið gæludýr? • Hvers konar hús eru í hverfinu ykkar? Hugmyndir að umræðum • Á stóru myndinni má sjá hús þar sem búa tvær fjölskyldur. Talið um fjölskyldurnar og hvernig er umhorfs heima hjá þeim. • Skoðið litlu myndirnar sem eru í kringum stóru myndina. Hvar má finna þessar myndir á stóru myndinni? • Í hvernig húsi býrð þú? • Með hverjum býrð þú? • Hvernig voru hús í gamla daga og hvernig hús hafið þið séð? • Hvað er torfbær? • Hvernig eru hús í öðrum löndum, köldum/heitum? • Búa allir í húsi? Býr einhver í tjaldi, húsbíl, kofa ...? • Hvað er inni hjá okkur? Herbergjaskipan, húsgögn? • Hvar er geymslan í húsinu? Hvað þýðir þetta orð? Hvað er geymt í henni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=