| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 23 o.s.frv. Tala um hvernig veðrið er í dag og hvernig það verður þegar næsta árstíð kemur. • Fólk klæðist alls konar fatnaði. Hægt að ræða af hverju sumar konur eru með slæðu á höfðinu. (Á Vísindavefnum er hægt að fræðast um slæðunotkun kvenna.) Leikir og sköpun • Notið sköpunargleði og hugmyndaflug í vinnu með útiföt. Hægt er að teikna mynd af útifatnaði og nota fjölbreyttan efnivið til að skapa fjölbreyttan fatnað. • Biðjið börnin að taka þátt í að teikna myndrænt skipulag, t.d. hverju má klæðast í útiveru? Í hvað farið þið fyrst, hvað kemur svo og á hverju er endað? • Æfa sig að smella, renna og reima. • Leikur með samsett orð t.d. kuldagalli, strigaskór. Hvaða orð getur þú sett fyrir framan orðin: skór, buxur, sokkar? Kannski „spari“? Hvaða orð stendur eftir ef við tökum orðið kuldi úr orðinu kuldaskór? • Fáið börnin til að finna ákveðin föt. Þetta er æfing í að fara eftir fyrirmælum og bregðast við. Gefið fyrirmæli um að finna sokk, húfu og fleira. Tónlist • Mér er kalt á tánum • Fatavísur (Gamli Nói) • Hvar er húfan mín? Ítarefni Á heimasíðu Orðaleiks eru myndir sem hægt er að nota til að skipuleggja daginn í leikskólanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=