Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 22 Útiföt Þegar börnin í leikskólanum fara út lætur Kúri sig ekki vanta enda heyrist hlátur þeirra langar leiðir. Á veturna er meira að segja hægt að bruna á snjóþotu niður brekkuna á leikskólalóðinni. Börnin hafa líka gaman af að veltast um í snjónum, hnoða snjóbolta og búa til snjókarl. Þá er betra fyrir þau að vera vel klædd og það er eins gott að vera í ullarsokkum og með hlýja vettlinga og húfu. Kúri þarf ekki að klæða sig í kuldagalla áður en hann fer út því hann er með svo þykkan feld. Það er líka eins gott því hann er kominn á bólakaf í snjóskafl. Þegar hlýnar úti finnst börnunum skemmtilegt að hoppa í pollunum sem koma þegar snjórinn bráðnar eða renna sér í brekkunni og verða drulluskítug. • Hvar er Kúri? • Hvað finnst ykkur skemmtilegt að gera í útiveru? Hugmyndir að umræðum • Gott er að nota stóru myndina til að opna umræðu um útiföt í tengslum við árstíðir. Í hvernig fötum eruð þið í útiveru á veturna? En á sumrin? • Hvernig eru börnin og fólkið á myndinni klætt? • Skoðið litlu myndirnar og athugið hvort þær passa við mismunandi árstíðir. • Hvernig föt farið þið í þegar rignir, snjóar, sólin skín eða þegar það er hlýtt úti? • Hverju er best að klæðast í rigningu? Hvað gerum við ef allt í einu kemur hellidemba og við erum úti á peysunni? • Hvernig er best að klæða sig í vondu veðri? En í góðu veðri? • Hvað þýðir að klæða sig eftir veðri? • Tengið við eigin upplifun barnana af veðri: Tala um þegar var rigning, snjókoma, sól

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=