Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 20 ○ Talið um orðið fatnaður? Hvað er fatnaður? ○ Hvað eru spariföt, hversdagsföt, útiföt, sumarföt? ○ Vekið athygli á samheitum, eins og húfa/höfuðfat, ullarsokkar/lopasokkar, peysa/ treyja. ○ Vekið athygli á margræðum orðum. Eins og renna/renna sér, vasi/(blóma)vasi. ○ Hægt er að spyrja börnin: „Mátt þú ráða hverju þú klæðist?“ ef ekki „hver ræður“ og „af hverju?“ ○ Hugmyndir að frekari umræðum: „Eru öll föt þægileg? Hvaða föt eru í uppáhaldi hjá ykkur? Af hverju eru þau í uppáhaldi?“ ○ Af hverju erum við í fötum? Leikir og sköpun • Hvetjið börnin til að teikna eða mála mynd af fatnaði. • Skapið aðstæður fyrir búningaleik með fjölbreyttum fatnaði og fylgihlutum. • Hvetjið börnin til að hjálpa sér sjálf við að smella, renna og reima. • Fatabingó. • Leikur með samsett orð. Hvaða orð getur þú sett fyrir framan orðin: skór, buxur, sokkar (t.d. spari-, íþrótta-, ullar-)? • Leikið leikinn að finna ákveðin föt. Það gefur tækifæri til að hlusta, bregðast við og fara eftir fyrirmælum. Gefið fyrirmæli um að finna t.d. sokk, húfu ... Með eldri börnum er hægt að biðja þau að finna og lýsa hlutnum (fötunum) t.d. stærð, áferð og lit. Einnig má benda á sértækari hluta fatnaðar s.s. stroff, kraga, boðung með það að markmiði að auka orðaforða þeirra og skilning. • Að föndra sinn eiginn vasa: ○ Klippið út úr pappa vasalaga form og heftið þau saman á hliðunum þannig að úr verði eins konar vasi. ○ Leyfið börnunum að skreyta vasann sinn að vild. ○ Talið um vasa og hlutverk þeirra á flíkum. Hvenær er gott að hafa vasa og hvenær ekki? Hvað geymum við í vösunum okkar? ○ Skoðið vasana á fötum barnanna, hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað er ólíkt með þeim? Teljið samanlagða fjölda allra vasa sem eru á fötum barnanna. ○ Talið um samsett orð t.d. vasa-úr, vasa-ljós, vasa-reiknir. Hvernig ætli þessi orð hafi orðið til? Tengjast þessir hlutir vösum? Tónlist • Buxur, vesti, brók og skó (texti: Jónas Hallgrímsson) • Hvar er húfan mín (Úr Kardimommubænum) • Þegar ég vakna og vorsólin skín (Söngvaborg) • Sól, sól, skín á mig • Þegar barnið í föt sín fer Töfrakassinn er kennarahandbók þar sem safnað hefur verið saman leikjum sem tengjast tónlist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=