Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 19 Föt Kötturinn Kúri á marga góða vini í hverfinu, sérstaklega í leikskólanum og grunnskólanum. Kúri hleypur beinustu leið þangað ef hann vill komast í fjörugan félagsskap. Í leikskólanum gengur mikið á þegar allir þurfa að klæða sig í einu. Það getur verið erfitt fyrir litla fingur að hneppa, renna, smella og reima og þá er gott að geta fengið aðstoð. Og hvort er betra, að klæða sig í stígvélin áður en maður fer í kuldagallann – eða á eftir? Þetta er ekki einfalt verk! Kúra finnst bráðskemmtilegt að fylgjast með þegar hönd stingst út úr peysuermi eða fótur út úr buxnaskálm. Hann er líka hrifinn af treflum en á það til að flækja sig í þeim þegar hann veltist um á gólfinu. • Hvaða föt finnst ykkur erfiðast að klæða ykkur í? • Hvað er ermi? En skálm? Hugmyndir að umræðum • Skoðið stóru myndina og ræðið um hvað er að gerast. • Skoðið smámyndirnar og tengið við fatnað ykkar og barnanna. Ræðið til dæmis eftirfarandi spurningar: ○ Af hverju klæðum við okkur í föt? Hver klæðir ykkur? ○ Ef einhver annar en barnið sjálft klæðir það venjulega: Af hverju klæðir viðkomandi þig? Hjálpar þú til? Í hvaða fötum ert þú núna? ○ Tengið myndina við upplifun barnanna af því að klæða sig í útiföt í leikskólanum. ○ Ræðið hvaða föt börnin klæða sig í eftir árstíðum og veðri. ○ Hvað er að flýta sér? Af hverju þarf að flýta sér? Þarf að flýta sér? ○ Nefnið liti á fötum, stundum má tala um stærð, áferð, úr hvaða efni fötin eru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=