Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 17 ○ Hvernig er andlitið í laginu? ○ Til hvers notum við hendurnar? ○ Til hvers notum við fæturna? ○ Búið til fleiri opnar spurningar. • Hvað þýðir að hugsa vel um líkama sinn, hvers vegna gerum við það? • Lyktarskyn/nefið ○ Hvaða lykt finnst þér góð? ○ Til hvers notum við nefið? • Bragðskyn/munnurinn ○ Hvað er í munninum? ○ Til hvers notum við tunguna? ○ Veist þú um eitthvað sem er súrt, sætt, salt eða beiskt á bragðið? Leikir og sköpun • Börnin leggjast á maskínupappír og teikna útlínur líkamanna. • Leira fætur, hendur og höfuð. Tilvalið að ræða um það sem finna má á fótum, höndum og höfði. • Teikna sjálfsmynd og skoða sig vel í spegli. Hvernig er ég? • Telja fingur og tær. • Hlusta á „It’s oh so quiet“ með Björk Guðmundsdóttur. Börnin teikna stórar myndir af ýmsum líkamspörtum t.d. hendi, fæti, höfði. Börnin ganga um á meðan rólegi kaflinn er í laginu og síðan þegar hraði kaflinn kemur er bent á einhverja af þessum myndum og börnin hrista þann líkamspart á meðan hraði kaflinn er spilaður og svo koll af kolli þangað til allir líkamspartarnir eru komnir. • Að mála með tánum: Límið stórt blað á gólfið og setjið málningu á pappadiska. Bjóðið börnunum að mála með tánum. • Búa til dúkkur úr leir. Bakið þangað til dúkkan er orðin hörð. Leyfið börnunum að nota fjölbreyttan efnivið til að klæða dúkkuna sína, gera andlit, hár o.s.frv. • Leikur: Það voru að koma skilaboð! Börnin sitja á stólum í hring og kennari er með. Kennari kallar: „Það voru að koma skilaboð!“ Börnin svara: „Hvaða skilaboð?“ Kennari svarar: „Um að setja litlu vélina í gang!“ Þá byrja börnin að hrista annan handlegginn. Þá kallar kennarinn aftur: „Það voru að koma skilaboð!“ Börnin svara: „Hvaða skilaboð?“ Kennari svarar: „Um að setja hina litlu vélina í gang!“ Þá hrista börnin hinn handlegginn líka. Aftur kallar kennarinn: „Það voru að koma skilaboð!“ Börnin spyrja aftur: „Hvaða skilaboð?“ Kennari svarar: „Um að setja stóru vélina í gang!“ Börin byrja að hrista annan fótlegginn. Næstu skilaboð eru um hinn fótlegginn og að lokum kallar kennarinn enn einu sinni: „Það voru að koma skilaboð!“ og börnin spyrja aftur: „Hvaða skilaboð?“ Kennarinn svarar: „að setja STÆRSTU vélina í gang!“ og þá standa öll upp og hoppa og hrista sig. Að lokum kallar kennarinn í síðasta sinn: „Það voru að koma skilaboð!“ ... börnin spyrja aftur: „Hvaða skilaboð?“... og kennarinn svarar: „Að hætta þessari vitleysu!“ ... og þá er leikurinn búinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=