Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 14 Hugmyndir sem tengjast hverri opnu Góðan daginn Í byrjun hvers dags er margt sem þarf að gera – líka heima hjá kettinum Kúra. Allir í fjölskyldunni vakna, klæða sig í föt, borða morgunmat, smyrja nesti og koma sér af stað út í daginn. Foreldrarnir fá sér kaffi og hjálpa börnunum að útbúa nesti. Þau passa upp á að börnin bursti tennur áður en þau fara í skólann og leikskólann. Fjölskyldan æðir um í kappi við tímann því klukkan á veggnum tifar. Kúri fær fiðring í magann og fer líka á kreik. Hann byrjar daginn á að fá sér vatn að drekka og svolítinn kattamat. Síðan leggur hann af stað með trýnið á lofti í leit að nýjum ævintýrum. • Af hverju ætli Kúri fái fiðring í magann? • Hvað gerið þið í byrjun dags? Hugmyndir að umræðum • Hvað sést á myndinni? Hvað eru mörg börn? Hvað ætli þau séu gömul? • Hvað er fjölskylda? Ræðið fjölbreyttar fjölskyldur. Eru allar fjölskyldur eins? • Hvað er fjölskyldan að gera? • Hvernig geispar þú/þið, hvað heyrist þegar þú/þið geispar/geispið? • Í hvað fer maður fyrst þegar maður klæðir sig? • Hvað gerir þú fyrst þegar þú vaknar? Klukkan hvað vaknar þú? • Hvar borðar þú morgunmat? Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn þinn? • Ræðið hollan og óhollan morgunverð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=