Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 13 Þemakassar Það má nota ákveðnar opnur í bókinni sem kveikjur í hlutverkaleik og tengja þann efnivið sem boðið er upp á í leikskólanum við opnur bókarinnar. Einfalt er að útbúa svokallaða þemakassa. Þá þarf að merkja og hafa til taks á leiksvæðum. Í kassana eru settir leikmunir tengdir ákveðnum hlutverkaleik. Til viðbótar er mjög mikilvægt að bæta við ritföngum og blöðum sem börnin geta notað til að gera myndir í tengslum við þemað og leikinn sem þau leika. Áður en þemakassarnir eru teknir í notkun eru þeir kynntir fyrir börnunum og fengnar hugmyndir frá þeim um hvernig hægt sé að leika sér að efniviðnum. Gott er að fara með börnin í vettvangsferðir þar sem þau geta safnað efni í kassana og öðlast reynslu til að leika sér með það. Dæmi um þemakassa sem tengjast Orð eru ævintýri eru t.d. eru til dæmis pósthús, bakarí, sund, heimili, læknastofa og svona mætti lengi telja. (Vukelich, Carol og James Christie, 2004; Margrét Sigurðardóttir og Sigrún Birgisdóttir, 1998.) Hafið efnivið til ritunar í kössunum t.d.: • línustrikaða stílabók • teikniblokk • penna í mörgum litum • vaxliti • blýanta • stafalímmiða • blokk með lituðum pappír • límmiða • umslög Ítarefni Þemakassar í hlutverkaleik

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=