Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 101 • Umræða um mikilvægi þess að bursta tennur fyrir svefninn. Gott er að tengja umræðuna við blaðsíðuna þar sem fjallað er um tannlæknaheimsókn og ræða hve mikilvægt er að vera dugleg/ur að bursta tennur fyrir svefninn. • Hugleiðingar um svefninn: Af hverju sofum við á nóttunni? Hafið þið sofið vel/illa? • Hvenær fara börnin að sofa á kvöldin? Taka þau eitthvað með upp í rúm? • Ræðið um drauma við börnin. Hefur þau dreymt góða eða vonda drauma? Hvernig líður okkur eftir góða drauma? Hvernig líður okkur eftir slæma drauma? Hvað eru martraðir? • Hverjir eru í vinnunni meðan við sofum? • Ræðið um ævintýri Kúra, hvernig líður Kúra núna? Hvernig líður okkur þegar við erum þreytt? Tónlist • Dvel ég í draumahöll • Sofðu unga ástin mín • Óskasteinar • Bangsi lúrir Ítarefni • Hafdís Huld, vögguvísur • Hugarfrelsi fyrir börn – á Spotify • Börn og tónlist, jóga möntrur • Róandi tónlist Notið hugmyndaflugið og góða skemmtun!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=