Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 100 Góða nótt Kúri er orðinn mjög þreyttur á kvöldin enda er hann búinn að þvælast víða og upplifa margt. En hann getur ekki farið að sofa alveg strax því það er mikill skarkali heima hjá honum. Foreldrarnir reyna að fá börnin til að setjast við matarborðið svo fjölskyldan geti borðað kvöldmatinn saman – en það gengur misvel. Síðan þarf að taka til eftir matinn með tilheyrandi diskaglamri. Því næst þurfa allir að þvo sér, bursta tennur og hátta sig. Kúri þvær sér líka um trýnið með annarri framloppunni og sleikir á sér feldinn. Að endingu er öll fjölskyldan orðin syfjuð, líkt og Kúri. Þá hefur kötturinn sem betur fer fundið uppáhaldsrisaeðluna sína og komið sér vel fyrir. Þegar búið er að lesa góða bók segja allir „góða nótt“! og Kúri svífur inn í draumaheima. • Hvað er skarkali? • Hvað gerið þið fyrir háttatíma? Hugmyndir að umræðuefni • Spyrjið börnin hvort þau sjái hverjir eru á myndinni og hvort þau hafi séð þessar persónur áður? • Hvað er að gerast á opnunni? Hvaða smámyndir eru merkilegar? • Eigið samtal við börnin um hvernig er heima hjá þeim þegar þau fara að sofa. • Spyrjið hvort sé lesið fyrir þau á kvöldin eða hvort þau hlusti á sögur? Hvað gera þau sem ekki er lesið fyrir eða látin hlusta á sögur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=