Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

Hugmyndabanki fyrir leikskóla

Hugmyndabanki fyrir leikskóla ISBN 978-9979-0-2937-3 © 2023 Bryndís Guðlaugsdóttir, Emilía Rafnsdóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir Miðju máls og læsis, Hanna Halldórsdóttir og Margrét Sigurðardóttir leikskólanum Laugasól, Margrét Elísdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Ebba Björg Þorgeirsdóttir leikskólanum Blásölum © 2023 Teikningar: Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Ritstjórn: Elín Lilja Jónasdóttir, Sigríður Wöhler og Þorbjörg Halldórsdóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Faglegur yfirlestur: Andrea Anna Guðjónsdóttir 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Umbrot og hönnun: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 3 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Kötturinn Kúri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Orðaforði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Sögugerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Hljóðkerfisvitund . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Könnunaraðferðin.................12 Þemakassar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Hugmyndir sem tengjast hverriopnu.......................14 Góðan daginn . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Líkaminn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Föt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Útiföt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Heimilið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Eldhús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Stofa og herbergi . . . . . . . . . . . . . . 28 Forstofa og baðherbergi . . . . . . . . 30 Tilfinningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Ávaxta- og grænmetisspil . . . . . . 34 Ískólanum....................36 Listasmiðja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Lærum og leikum . . . . . . . . . . . . . . 40 Skólalóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Íbúðinni......................44 Afmæli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Form – litir – tölur . . . . . . . . . . . . . 48 Hátíðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 Ævintýri og hrekkjavaka . . . . . . . 53 Jól, áramót, þrettándinn . . . . . . . . 55 Farartæki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Ísveitinni.....................59 Hjá lækni og tannlækni . . . . . . . . 62 Í sundi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Fjaran og höfnin . . . . . . . . . . . . . . 66 Hafið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Úti í móa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Ferðalag......................73 Hálendið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 Í borginni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Í bænum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Almenningsgarður . . . . . . . . . . . . . 81 Gerum og græjum . . . . . . . . . . . . . 83 Íþróttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 85 Andheiti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Tónlist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 89 Erlend dýr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91 Spil . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 93 Hvar er Kúri? . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95 Árstíðir og veður . . . . . . . . . . . . . . 97 Góða nótt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 Heimildir 102 EFNISYFIRLIT

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 4 Inngangur Orð eru ævintýri er íslensk myndaorðabók fyrir börn. Stuðst var við bókina Tíðni orða í tali barna sem er listi orða frá börnum á aldrinum 2;6 til 7;11 ára (Jóhanna T. Einarsdóttir o.fl. 2019). Á grunni orðalistans voru sköpuð sögusvið og áhersla lögð á að myndirnar væru einkennandi fyrir íslenskt samfélag. Myndaritstjórinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir gerði myndlýsingar fyrir hverja opnu sem myndhöfundar nýttu við listsköpun sína. Hugmyndabanki fyrir leikskóla með bókinni Orð eru ævintýri er samvinnuverkefni Miðju máls og læsis og leikskólanna Laugasólar og Blásala. Markmið bókarinnar og hugmyndabankans er að gefa fjölskyldum og kennurum efni og hugmyndir til að ræða um og vinna með orð sem koma fyrir í daglegu lífi með það að markmiði að efla orðaforða barna. Rannsóknir sýna að árangursríkasta aðferðin til að vekja áhuga barna á að lesa sjálf er að lesa upphátt fyrir þau. Þegar lesið er fyrir börn er verið að leggja grunn að lestrarnámi þeirra og þegar börn hlusta á skemmtilegar sögur vaknar hjá þeim löngun til að lesa á eigin spýtur. Orðaforði er mikilvægur fyrir málþroska og læsi. Barn sem hefur mikinn orðaforða hefur meiri færni til djúpstæðrar hugsunar og á auðveldara með tjáskipti en barn með lítinn orðaforða. Barn með góðan orðaforða á auðveldara með að bæta við orðaforða sinn í gæða lestrarstundum. Því þarf að leggja áherslu á að efla orðaforða barna með lestri og samræðum frá fyrstu tíð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að lestur og samræður um efnið í litlum hópum sé aðferð sem eflir orðaforða barna hvað mest. Þess konar samræðulestur felst í því að nefna persónur, hluti og athafnir á myndunum og tengja við reynsluheim barna (Kassow, 2006). Þegar börn eldast verða samræðurnar flóknari og byggjast á krefjandi spurningum og heimspekilegum vangaveltum. Hugmyndabankanum er ætlað að hvetja leikskólakennara, starfsfólk og foreldra til að vinna með bókina og tungumálið á lifandi og skapandi hátt. Í honum er að finna hugmyndir að verkefnum í tengslum við bókina sem eru til þess fallin að auka orðaforða og örva málnotkun barna. Verkefnin eru fjölbreytt og þau þarf ekki að vinna í ákveðinni röð. Fyrst er almennum verkefnum lýst en síðan koma hugmyndir sem fylgja hverri opnu bókarinnar. Með verkefnunum í hugmyndabankanum er ætlunin að vekja áhuga og virkja ímyndunarafl bæði barna og kennara. Með hverri opnu fylgir örsaga til upplestrar sem getur verið kveikja að umræðum. Sögurnar eru eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 5 Kötturinn Kúri Kötturinn Kúri, eða ummerki eftir hann, birtist á öllum opnumyndum bókarinnar. Börnin geta skemmt sér við að leita að honum. Kúri er heimilisköttur, gulbröndóttur á litinn, með græna ól um hálsinn með silfurlitaðri bjöllu. Hann er ævintýragjarn og forvitinn og lendir í allskonar ævintýrum. Það er tilvalið að nota ævintýri Kúra sem kveikju að samtali á hverri opnu. Mikilvægt er að tala um fortíð, nútíð og framtíð: Hvað er Kúri að gera? Af hverju? Hvernig líður honum? Hvað heldur þú að hafi gerst áður? Hvað heldur þú að gerist næst? Einnig má nota köttinn Kúra sem kveikju að skapandi vinnu: • Könnunaraðferð (sjá lýsingu hér aftar). • Hugarkort um ketti – Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu MMS þar sem eru upplýsingar um húsdýr. • Börnin geta búið til kisur úr ýmiss konar efniviði, ýmist sem samvinnu- eða einstaklingsverkefni. Orðaforði Orðaforði er sá fjöldi orða sem hver og einn skilur og getur notað við að hlusta, tala, lesa og skrifa (Snow, Burns & Griffin, 1998). Öflun orðaforða fer fram með beinum hætti í kennslu og markvissri leit að merkingu en einnig með óbeinum hætti við daglega reynslu, hlustun, samræður og lestur. Orðaforði er ein helsta forsenda lesskilnings. Börn þurfa að þróa með sér meðvitund um orð sem felur í sér áhuga, forvitni og löngun til að skilja merkingu þeirra (Tankersley, 2003). Nauðsynlegt er að styðja vel við máltöku barna og leggja mikla áherslu á orðaforða frá upphafi. Lesa má nánar um orðaforða á Læsisvefnum og einnig fá finna þar fróðleik um málþroska. Hægt er að vinna með orðaforða í leik og daglegu starfi á fjölbreyttan hátt með stuðningi bókarinnar. Þá er best að nota orðin í mismunandi samhengi og ræða atburði í nútíð, þátíð og framtíð. Mikilvægt er að vera börnunum skýr málfyrirmynd og einnig að öðlast tilfinningu fyrir málskilningi barnsins. Æskilegt er að nota setningar sem barnið skilur og bæta við nýjum orðum og hugtökum. Þetta er hægt að gera með því að benda á myndirnar, segja orðin og nefna sem dæmi samheiti, andheiti, yfirhugtak, stærð, áferð, lit, fjölda o.fl. Gæta þarf að því að tala ekki of hratt, spyrja opinna spurninga og gefa barninu tíma og tækifæri til að svara: • Hvað sérðu á myndinni? • Hvað er að gerast? • Hver/hverjir eru þarna? • Hvar gerist sagan? • Hvernig er veðrið? • Hvað er fólkið á myndinni að gera? • Hvað ætli fólkið sé að hugsa? • Hvernig líður þeim? • Hvað heldur þú að hafi gerst á undan? • Hvað heldur þú að gerist næst? • Hvað finnst þér að ætti að gerast?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 6 Leikið með orð Hvetjið börnin til að finna hluti sem þau sjá á myndum bókarinnar í eigin umhverfi. Þau velja hluti sem þeim finnst áhugaverðir og eiga svo að lýsa þeim með orðum. Þannig öðlast þau dýpri skilning á merkingu orðanna. Hægt er að setja hluti í poka sem tengjast ákveðnum opnum í bókinni. Börnin skiptast á að draga hluti úr pokanum og lýsa hlutnum fyrir hópnum. Barnið segir frá því sem það veit nú þegar um hlutinn og hópurinn hjálpast að við að bæta við frekari smáatriðum. Í samtali um hlutinn er hægt að tala um hvaða flokki hann tilheyrir (farartæki, eldhúsáhöld, föt …), hvernig hann lítur út, hvort hann gefi frá sér hljóð, hvernig er hann viðkomu (harður, mjúkur …), hlutverk hans, litur o.s.frv. Orð í mismunandi samhengi Börn læra stöðugt ný orð og til að auðvelda þeim að auðga orðaforðann þurfa fullorðnir að vera þeim góð fyrirmynd. Dæmi: • „Sjáðu boltann. Hann er sko aldeilis fínn þessi rauði bolti. Þú átt næstum alveg eins bolta. Eigum við að setja litla rauða boltann ofan í kassann?“ • „Heldur þú að Kúra sé heitt? Er þér heitt? Já, ég veit, það er sjóðheitt hér inni!“ • „Er Kúri glaður? En þú? Ég er líka glöð.“ Atburðir í nútíð, þátíð og framtíð Ung börn lifa í núinu. Þegar þau benda á hlut eða athöfn eru þau að óska eftir upplýsingum. Þau vilja vita hvað hluturinn heitir og gerir eða hvernig athöfnin virkar. Smátt og smátt þarf að byggja ofan á grunninn, kenna þeim ný orð og tala um það sem gerst hefur áður og það sem á eftir að gerast. Þannig lærir barnið að skynja tímann og lagður er grunnur að skipulagningu frásagnar. Tengið myndirnar í bókinni við reynsluheim barnsins svo sem útiveru, gönguferðir, leikskóladaginn og afmæli. Talið um það sem þau eru að gera, gerðu og ætla að gera. Kynning á nýjum orðum og hugtökum Mikilvægt er að öðlast tilfinningu fyrir málskilningi barnsins. Gott er að benda á myndirnar og útskýra orð eða nota samheiti („Veistu að drengur þýðir það sama og strákur?“). Ef barnið ber orð vitlaust fram er best að endurtaka orðið rétt án þess að leiðrétta barnið. Til að kenna orðaforða er góð aðferð að endurtaka og bæta við orðum eða upplýsingum. Með því er barninu gefin fyrirmynd um hvernig á að nota orðin. Barnið finnur að hlustað er á það og það er hvatt til að tjá sig.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 7 Áhersluorð Veljið tvö til þrjú orð af þeirri opnu sem verið er að skoða. Mikilvægt er að þetta séu orð sem tengjast daglegu starfi leikskólans/heimilisins. Endurtakið áhersluorðin í mismunandi samhengi mörgum sinnum yfir daginn. Góð hugmynd er að prenta út myndir af orðunum og hengja upp í augnhæð barnanna svo þær sjáist vel. Þannig má grípa tækifæri til að tala um orðin þegar börnin sýna þeim áhuga. Þau fá æfingu í að nota orðin og mynda setningar með þeim. Hvetjið börnin til að nota orðin í daglegu tali. Veljið orð úr mismunandi orðflokkum t.d. nafnorð (skeið, diskur), sagnorð (borða, drekka) og lýsingarorð (heitt, reiður, hart, svangur, rautt). Markmiðið með þessari aðferð er að börn heyri orð í mismunandi samhengi og öðlist skilning á fjölbreyttri notkun þeirra. Ítarefni Hægt er að finna frekari upplýsingar um hvernig hægt er að efla orðaforða með því að kynna sér á heimasíðu leikskólans Tjarnarsels. Á síðu sem heitir Orð og vísindi í leikskólastarfi eru gagnlegar upplýsingar um hvernig hægt er að kynna vísindi fyrir börnum á leikskólaaldri og þar koma mörg áhugaverð orð fyrir. Einnig má benda á orðaforðalista MMS og umfjöllun um orðaforða á Læsisvefnum. Lesið með hverju barni – Menntastefna Reykjavíkurborgar Lestrarmenning Læsisráð

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 8 Sögugerð Í sögugerð blómstrar frásagnargleðin og ímyndunaraflið fær að njóta sín. Máltjáning er mikilvægur þáttur í bernskulæsi. Þau sem geta sagt skýrt frá og skilja framvindu í sögu eru líklegri til að hafa góðan lesskilning (Freyja Birgisdóttir, 2011). Gott er að nota myndir til að örva til frásagnar þau sem eiga erfitt með að segja frá, átta sig illa á byggingu sögu og skynja ekki atburðarás. Hvetjið börnin til að segja frá því sem þau sjá á myndunum. Það er gott fyrir börn að læra að skipuleggja frásögn með sögupersónum, sögusviði, upphafsatburði, atburðarás og sögulokum. Börn ná ekki fullum tökum á sögugerð fyrr en þau eru um níu ára gömul (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2004) en þau þurfa að æfa sig á leikskólaaldri. Skemmtilegt er að börnin rifji upp eftirminnilega atburði sem tengjast myndum bókarinnar. Það er líka mikilvægt fyrir þann fullorðna að vera góð fyrirmynd og segja börnunum sögur úr eigin lífi út frá myndunum. Mikilvægt er að fá foreldra í samstarf og vinna með sömu myndir heima fyrir þau börn sem þurfa auka stuðning við að segja frá. Eitt verkefni gæti verið að búa til sögur saman. Þá eru sagðar sögur eftir efnisatriðum í bókinni, t.d. búðarferð eða útilegu, og barnið hvatt til þess sama. Sögur barnsins eru skráðar í litla bók sem barnið myndskreytir. Barnið getur svo „lesið“ bókina fyrir félaga sína. Samvinnuverkefni milli leikskóla- og grunnskólabarna Börnin í leikskólanum og börnin í grunnskólanum skoða bókina og velja persónur. Leikskólabörnin teikna persónur úr bókinni en grunnskólabörnin teikna umhverfi á stóran renning. Svo hjálpast þau öll að við að klippa persónurnar út og setja þær á renninginn þar sem þeim finnst viðeigandi. Stór bók Börnin semja sameiginlega sögu. Til dæmis geta 8 til 10 börn (eða einn hópur) unnið saman. Fullorðinn skrifar textann eftir börnunum og síðan er textanum skipt á 4 til 5 blaðsíður. Hver blaðsíða er hálft karton. Tvö og tvö börn vinna saman að einni blaðsíðu. Sögurenningur Settur er renningur yfir heilan vegg. Börnin búa til sögu út frá ákveðinni opnu í bókinni og sögunni er raðað á renninginn eftir atburðarás frá upphafi til enda. Börnin geta ýmist teiknað eða klippt út myndir sem tilheyra bókinni. Kennarinn skráir. Vettvangsferðabækur/Fræðslubækur Farið í vettvangsferðir í tengslum við opnur bókarinnar. Takið með ykkur blöð og blýanta og fáið börnin til að teikna það sem vekur áhuga þeirra í ferðinni. Haldið áfram með verkefnið þegar heim er komið. Ljósritið myndir barnanna og fáið þau til að segja frá myndinni sinni og ferðinni og skráið texta til að hafa með myndinni þeirra. Rifjið saman upp leiðina og hvað var áhugavert. Finnið jafnvel viðbótarupplýsingar ef þarf. Setjið svo allt saman í eina bók.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 9 Ítarefni Umfjöllun um samvinnu milli skólastiga í aðalnámskrá leikskóla. Á netinu er til efni sem heitir Söguskjóður og sagnaskjattar sem hægt er að nýta í tengslum við sögugerð.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 10 Hljóðkerfisvitund Hljóðkerfisvitund er tilfinning og næmi einstaklings fyrir uppbyggingu tungumálsins. Það er tilvalið að nota bókina til að vinna með hljóðkerfisvitund á fjölbreyttan hátt í daglegu leikskólastarfi. Rím Hvetjið börnin til að ríma við orð þegar bókin er skoðuð. Leggið áherslu á að ríma við orð sem börnin hafa áhuga á. Það má byrja á bullrími en smám saman að gera kröfur á merkingarbær orð. Veljið orð af vefnum til að búa til myndrænt rím sem má nota á fjölbreyttan hátt í daglegu starfi. Búið til rímspil/ bingó með myndum úr bókinni. Samstöfur Klappið atkvæði þeirra orða sem þið eruð að leggja áherslu á. Það má líka t.d. hoppa, smella, nota trommur eða önnur hljóðfæri. Samsett orð Vekið athygli á samsettum orðum í bókinni. Leikið ykkur með að taka samsett orð í sundur og setja saman, t.d. ísskápur, sundlaug, fjallganga. Spjallið um úr hvaða orðum samsettu orðin eru mynduð og veltið fyrir ykkur hvaða nýtt orð er hægt að búa til. Hljóðgreining Að finna upphafsstaf: Búið til renninga með pörum af myndum af ákveðnum opnum. Spyrjið hvort orðið byrji á /r/, hæna eða rós? Leikið með upphafsstafi barnanna, reynið að finna hluti í bókinni með sömu upphafsstöfum. Leggið áherslu á upphafsstafi barnanna í byrjun og haldið svo áfram með fleiri stafi í nöfnum þeirra. Áhugi barna á bókstöfum er vakinn með því að beina athygli barna að upphafsstöfum í nöfnum þeirra. Börn sem verða snemma meðvituð um stafina eiga auðveldara með að læra að lesa. Spæjaraleikur – Hvað eru margir hlutir á opnunni sem byrja á tilteknum bókstöfum eins og /s/ eða /b/? Margræð orð Orð eða setningar sem geta merkt fleira en eitt, eru margræð. Skoðið hvaða orð í bókinni hafa margræða merkingu. Ræðið hvað orðin þýða og að þau geta táknað fleira en eitt (pera, horn, renna, tala). Útskýrið merkingu orðanna. Sjá hugmyndir á vefsíðunni Út fyrir bókina.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 11 Ítarefni Þjálfun hljóðkerfisvitundar í leikskóla Hugmyndabanki fyrir hljóðkerfisvitund Um hljóðkerfisvitund Markviss málörvun Vefsíðan Syngjandi skóli á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 12 Könnunaraðferðin Það er tilvalið að nota Orð eru ævintýri sem kveikju fyrir könnunaraðferðina. Könnunar- aðferðin er ákveðin námsaðferð þar sem kennarinn leiðbeinir börnunum í gegnum rannsóknarvinnu sína. Það viðfangsefni sem er tekið fyrir byggir á reynslu barnanna og áhugi og forvitni þeirra ræður ferðinni. Þannig veit enginn hvert rannsóknarvinnan leiðir hópinn. Könnunaraðferðin er með upphaf, miðju og endi. Ferlinu er skipt upp í þrjú stig: 1. stig – að hefjast handa. Lykilatriðið hér er að velja viðfangsefni sem byggir á sameiginlegri reynslu barnanna, hafa hugarflæði og setja það upp í þekkingarvef. Út frá þessu koma svo vangaveltur frá börnunum um það hvað þau vilja vita meira. 2. stig – að rannsaka, skoða og kanna. Hér er í raun aðalvinnan og rannsóknin. Farið er í vettvangsferðir til að fá tækifæri til að upplifa viðfangsefnið í raunverulegum aðstæðum. Síðan vinna börnin úr ferðinni, leita sér jafnvel nánari upplýsinga í bókum, á vef eða með því að tala við einhvern sem er fróður um málið. Bætt er í þekkingarvefinn jafnóðum og þekking bætist við. Börnin rannsaka, teikna athugasemdir, búa til fyrirmyndir (líkön), gera athuganir og skrá niðurstöður. Þau kanna, spá, fjalla um og leika nýju upplifun sína. 3. stig – að meta, túlka og miðla. Nú skoðar kennarinn með börnunum hvað þau hafa lært í þessari rannsóknarvinnu. Síðan ákveða börnin hvort þau vilji deila þessari reynslu sinni með öðrum, til dæmis með sýningu fyrir foreldrana. Mikilvægt er að börnin fái tækifæri til að skýra vel frá því sem þau hafa lært af ferlinu svo það verði merkingarbært fyrir þeim. Þannig eiga þau auðveldara með að sameina og samþætta upplýsingar sem þau fengu í gegnum mismunandi reynslu af viðfangsefninu. Á þessu stigi er ákvarðanataka barnanna jafn mikilvæg og á hinum tveimur stigunum. Þau þurfa að taka ákvörðun um það hvað þau lærðu í raun, hvernig þau lærðu það og hverju þau vilja deila með öðrum (Helm and Katz, 2001). Áherslan er alltaf á ferlið sjálft en ekki afraksturinn. Ítarefni Á vef Akrasels er umfjöllun um könnunaraðferðina. Hægt er að finna erlent efni tengt aðferðinni með því að setja leitarorðið Project approach í leitarvél á vef. Umfjöllun um hugarkort.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 13 Þemakassar Það má nota ákveðnar opnur í bókinni sem kveikjur í hlutverkaleik og tengja þann efnivið sem boðið er upp á í leikskólanum við opnur bókarinnar. Einfalt er að útbúa svokallaða þemakassa. Þá þarf að merkja og hafa til taks á leiksvæðum. Í kassana eru settir leikmunir tengdir ákveðnum hlutverkaleik. Til viðbótar er mjög mikilvægt að bæta við ritföngum og blöðum sem börnin geta notað til að gera myndir í tengslum við þemað og leikinn sem þau leika. Áður en þemakassarnir eru teknir í notkun eru þeir kynntir fyrir börnunum og fengnar hugmyndir frá þeim um hvernig hægt sé að leika sér að efniviðnum. Gott er að fara með börnin í vettvangsferðir þar sem þau geta safnað efni í kassana og öðlast reynslu til að leika sér með það. Dæmi um þemakassa sem tengjast Orð eru ævintýri eru t.d. eru til dæmis pósthús, bakarí, sund, heimili, læknastofa og svona mætti lengi telja. (Vukelich, Carol og James Christie, 2004; Margrét Sigurðardóttir og Sigrún Birgisdóttir, 1998.) Hafið efnivið til ritunar í kössunum t.d.: • línustrikaða stílabók • teikniblokk • penna í mörgum litum • vaxliti • blýanta • stafalímmiða • blokk með lituðum pappír • límmiða • umslög Ítarefni Þemakassar í hlutverkaleik

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 14 Hugmyndir sem tengjast hverri opnu Góðan daginn Í byrjun hvers dags er margt sem þarf að gera – líka heima hjá kettinum Kúra. Allir í fjölskyldunni vakna, klæða sig í föt, borða morgunmat, smyrja nesti og koma sér af stað út í daginn. Foreldrarnir fá sér kaffi og hjálpa börnunum að útbúa nesti. Þau passa upp á að börnin bursti tennur áður en þau fara í skólann og leikskólann. Fjölskyldan æðir um í kappi við tímann því klukkan á veggnum tifar. Kúri fær fiðring í magann og fer líka á kreik. Hann byrjar daginn á að fá sér vatn að drekka og svolítinn kattamat. Síðan leggur hann af stað með trýnið á lofti í leit að nýjum ævintýrum. • Af hverju ætli Kúri fái fiðring í magann? • Hvað gerið þið í byrjun dags? Hugmyndir að umræðum • Hvað sést á myndinni? Hvað eru mörg börn? Hvað ætli þau séu gömul? • Hvað er fjölskylda? Ræðið fjölbreyttar fjölskyldur. Eru allar fjölskyldur eins? • Hvað er fjölskyldan að gera? • Hvernig geispar þú/þið, hvað heyrist þegar þú/þið geispar/geispið? • Í hvað fer maður fyrst þegar maður klæðir sig? • Hvað gerir þú fyrst þegar þú vaknar? Klukkan hvað vaknar þú? • Hvar borðar þú morgunmat? Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn þinn? • Ræðið hollan og óhollan morgunverð.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 15 • Hvaða morgunverður er í boði á þessu heimili? • Segið barninu að annað orð fyrir morgunmat sé árbítur. Búið til setningu þar sem orðið „árbítur“ kemur fyrir. • Talið um tíma, daga, ár, t.d. hvenær vaknar þú á morgnana? • Umræða um að bjarga sér sjálfur eins og að reima skó, renna rennilás, hneppa hnöppum og smella smellum. • Vekið athygli barnanna á smámyndunum og tengið þær inn í samtalið. Leikir og sköpun • Teikna eða mála fjölskyldumynd, jafnvel hægt að koma með fjölskyldumynd að heiman til að hafa sem fyrirmynd. • Leira fjölskylduna í jarðleir/leikdeig. • Gera súlurit t.d. Hvenær vakna börnin? Hver er vinsælasti morgunmaturinn? Tónlist • Hann Tumi fer á fætur • Góðan dag kæra jörð • Margt þarf að gera á morgnana Ítarefni Bókin Vertu þú, litríkar sögur af fjölbreytileikanum eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 16 Líkaminn Kötturinn Kúri er alveg einstaklega forvitinn. Stundum heyrir hann að eitthvað skemmtilegt er um að vera inni á baði. Í dag er verið að baða börnin á heimilinu. Þau fetta líkamann og bretta og skvetta þá vatni út um allt. Kúri reynir að víkja sér undan vatnsgusunum því honum finnst ekki gott að fá sápu í augun. En svo fer einhver að syngja í sturtunni og þá sperrir Kúri eyrun og sveiflar skottinu í takt við lagið: Höfuð, herðar hné og tær – hné og tær. • Hvaða líkamshluta þekkið þið? Nefnið nokkra líkamshluta. • Hvað merkir að fetta og bretta? Hugmyndir að umræðum • Skoðið smámyndirnar og stóru myndina og tengið við eigin líkama. • Nefnið líkamsparta og bendið á þá á ykkur/barninu. Hvetjið barnið til að benda og nefna. • Byrjið á algengum orðum með yngri börnum og bætið svo við fleiri og sjaldgæfum orðum með auknum þroska. • Spyrjið: Hvað ertu með margar fingur, fætur, tær? O.s.frv. • Færið umræðuna út fyrir bókina og notið tækifærið í daglegu starfi. Talið um munn, tungu, tennur og hendur, háls og maga o.s.frv ○ Hvernig lítum við út? Erum öll eins? ○ Hvernig er hárið á litinn? ○ Hvernig eru augun á litinn?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 17 ○ Hvernig er andlitið í laginu? ○ Til hvers notum við hendurnar? ○ Til hvers notum við fæturna? ○ Búið til fleiri opnar spurningar. • Hvað þýðir að hugsa vel um líkama sinn, hvers vegna gerum við það? • Lyktarskyn/nefið ○ Hvaða lykt finnst þér góð? ○ Til hvers notum við nefið? • Bragðskyn/munnurinn ○ Hvað er í munninum? ○ Til hvers notum við tunguna? ○ Veist þú um eitthvað sem er súrt, sætt, salt eða beiskt á bragðið? Leikir og sköpun • Börnin leggjast á maskínupappír og teikna útlínur líkamanna. • Leira fætur, hendur og höfuð. Tilvalið að ræða um það sem finna má á fótum, höndum og höfði. • Teikna sjálfsmynd og skoða sig vel í spegli. Hvernig er ég? • Telja fingur og tær. • Hlusta á „It’s oh so quiet“ með Björk Guðmundsdóttur. Börnin teikna stórar myndir af ýmsum líkamspörtum t.d. hendi, fæti, höfði. Börnin ganga um á meðan rólegi kaflinn er í laginu og síðan þegar hraði kaflinn kemur er bent á einhverja af þessum myndum og börnin hrista þann líkamspart á meðan hraði kaflinn er spilaður og svo koll af kolli þangað til allir líkamspartarnir eru komnir. • Að mála með tánum: Límið stórt blað á gólfið og setjið málningu á pappadiska. Bjóðið börnunum að mála með tánum. • Búa til dúkkur úr leir. Bakið þangað til dúkkan er orðin hörð. Leyfið börnunum að nota fjölbreyttan efnivið til að klæða dúkkuna sína, gera andlit, hár o.s.frv. • Leikur: Það voru að koma skilaboð! Börnin sitja á stólum í hring og kennari er með. Kennari kallar: „Það voru að koma skilaboð!“ Börnin svara: „Hvaða skilaboð?“ Kennari svarar: „Um að setja litlu vélina í gang!“ Þá byrja börnin að hrista annan handlegginn. Þá kallar kennarinn aftur: „Það voru að koma skilaboð!“ Börnin svara: „Hvaða skilaboð?“ Kennari svarar: „Um að setja hina litlu vélina í gang!“ Þá hrista börnin hinn handlegginn líka. Aftur kallar kennarinn: „Það voru að koma skilaboð!“ Börnin spyrja aftur: „Hvaða skilaboð?“ Kennari svarar: „Um að setja stóru vélina í gang!“ Börin byrja að hrista annan fótlegginn. Næstu skilaboð eru um hinn fótlegginn og að lokum kallar kennarinn enn einu sinni: „Það voru að koma skilaboð!“ og börnin spyrja aftur: „Hvaða skilaboð?“ Kennarinn svarar: „að setja STÆRSTU vélina í gang!“ og þá standa öll upp og hoppa og hrista sig. Að lokum kallar kennarinn í síðasta sinn: „Það voru að koma skilaboð!“ ... börnin spyrja aftur: „Hvaða skilaboð?“... og kennarinn svarar: „Að hætta þessari vitleysu!“ ... og þá er leikurinn búinn.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 18 Tónlist • Höfuð, herðar, hné og tær • Lagið um fingurna • Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur • Hreyfa – Frjósa söngurinn • Hóký-póký (skrifið Hóký-póký í leitarlínuna) • Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa • Þula um líkamann (Er þetta penni? Nei, þetta er enni.) • Fingraþula Lög og texta um líkamann má sjá í námsefninu Tónlist og líkaminn (bls. 18-23, sjá mms.is) Ítarefni Tölum saman eftir Ásthildi Snorradóttur, þar er verkefni um líkamann sem hægt er að nýta. Til að nálgast efnið Tölum saman: [email protected]/[email protected] Leikskólinn Iðavellir: Á heimasíðu leikskólans má finna margvísleg málörvunarverkefni. Dómínósspil um líkamsparta frá Fjölbreyttum kennsluaðferðum fyrir fjöruga krakka eftir Hlín Magnúsdóttur má finna á vef; setjið inn leitarorð Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka. Stopp ofbeldi Orðasjóður - líkaminn

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 19 Föt Kötturinn Kúri á marga góða vini í hverfinu, sérstaklega í leikskólanum og grunnskólanum. Kúri hleypur beinustu leið þangað ef hann vill komast í fjörugan félagsskap. Í leikskólanum gengur mikið á þegar allir þurfa að klæða sig í einu. Það getur verið erfitt fyrir litla fingur að hneppa, renna, smella og reima og þá er gott að geta fengið aðstoð. Og hvort er betra, að klæða sig í stígvélin áður en maður fer í kuldagallann – eða á eftir? Þetta er ekki einfalt verk! Kúra finnst bráðskemmtilegt að fylgjast með þegar hönd stingst út úr peysuermi eða fótur út úr buxnaskálm. Hann er líka hrifinn af treflum en á það til að flækja sig í þeim þegar hann veltist um á gólfinu. • Hvaða föt finnst ykkur erfiðast að klæða ykkur í? • Hvað er ermi? En skálm? Hugmyndir að umræðum • Skoðið stóru myndina og ræðið um hvað er að gerast. • Skoðið smámyndirnar og tengið við fatnað ykkar og barnanna. Ræðið til dæmis eftirfarandi spurningar: ○ Af hverju klæðum við okkur í föt? Hver klæðir ykkur? ○ Ef einhver annar en barnið sjálft klæðir það venjulega: Af hverju klæðir viðkomandi þig? Hjálpar þú til? Í hvaða fötum ert þú núna? ○ Tengið myndina við upplifun barnanna af því að klæða sig í útiföt í leikskólanum. ○ Ræðið hvaða föt börnin klæða sig í eftir árstíðum og veðri. ○ Hvað er að flýta sér? Af hverju þarf að flýta sér? Þarf að flýta sér? ○ Nefnið liti á fötum, stundum má tala um stærð, áferð, úr hvaða efni fötin eru.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 20 ○ Talið um orðið fatnaður? Hvað er fatnaður? ○ Hvað eru spariföt, hversdagsföt, útiföt, sumarföt? ○ Vekið athygli á samheitum, eins og húfa/höfuðfat, ullarsokkar/lopasokkar, peysa/ treyja. ○ Vekið athygli á margræðum orðum. Eins og renna/renna sér, vasi/(blóma)vasi. ○ Hægt er að spyrja börnin: „Mátt þú ráða hverju þú klæðist?“ ef ekki „hver ræður“ og „af hverju?“ ○ Hugmyndir að frekari umræðum: „Eru öll föt þægileg? Hvaða föt eru í uppáhaldi hjá ykkur? Af hverju eru þau í uppáhaldi?“ ○ Af hverju erum við í fötum? Leikir og sköpun • Hvetjið börnin til að teikna eða mála mynd af fatnaði. • Skapið aðstæður fyrir búningaleik með fjölbreyttum fatnaði og fylgihlutum. • Hvetjið börnin til að hjálpa sér sjálf við að smella, renna og reima. • Fatabingó. • Leikur með samsett orð. Hvaða orð getur þú sett fyrir framan orðin: skór, buxur, sokkar (t.d. spari-, íþrótta-, ullar-)? • Leikið leikinn að finna ákveðin föt. Það gefur tækifæri til að hlusta, bregðast við og fara eftir fyrirmælum. Gefið fyrirmæli um að finna t.d. sokk, húfu ... Með eldri börnum er hægt að biðja þau að finna og lýsa hlutnum (fötunum) t.d. stærð, áferð og lit. Einnig má benda á sértækari hluta fatnaðar s.s. stroff, kraga, boðung með það að markmiði að auka orðaforða þeirra og skilning. • Að föndra sinn eiginn vasa: ○ Klippið út úr pappa vasalaga form og heftið þau saman á hliðunum þannig að úr verði eins konar vasi. ○ Leyfið börnunum að skreyta vasann sinn að vild. ○ Talið um vasa og hlutverk þeirra á flíkum. Hvenær er gott að hafa vasa og hvenær ekki? Hvað geymum við í vösunum okkar? ○ Skoðið vasana á fötum barnanna, hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað er ólíkt með þeim? Teljið samanlagða fjölda allra vasa sem eru á fötum barnanna. ○ Talið um samsett orð t.d. vasa-úr, vasa-ljós, vasa-reiknir. Hvernig ætli þessi orð hafi orðið til? Tengjast þessir hlutir vösum? Tónlist • Buxur, vesti, brók og skó (texti: Jónas Hallgrímsson) • Hvar er húfan mín (Úr Kardimommubænum) • Þegar ég vakna og vorsólin skín (Söngvaborg) • Sól, sól, skín á mig • Þegar barnið í föt sín fer Töfrakassinn er kennarahandbók þar sem safnað hefur verið saman leikjum sem tengjast tónlist.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 21 Ítarefni Krakkalýsing – af vef Orðaleiks: Fyrstu þrjár blaðsíðurnar eru skornar niður í strimla, alls níu stk. og á hverjum strimli eru myndir af fimm börnum. Aftasta síðan er klippt niður og þá er eitt barn á hverri mynd. Annar aðilinn fær einn strimil og á að lýsa fyrir hinum hvaða börn eru á strimlinum (byrja þeim megin sem rauða örin er). „Fyrst kemur strákur sem er í svörtum skóm með rauðum reimum, næst kemur stelpa í doppóttum sokkum, o.s.frv.“ Hinn aðilinn raðar myndunum þá í rétta röð og strimillinn er síðan borinn saman við í lokin. Spil – fatnaður: á vefnum Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 22 Útiföt Þegar börnin í leikskólanum fara út lætur Kúri sig ekki vanta enda heyrist hlátur þeirra langar leiðir. Á veturna er meira að segja hægt að bruna á snjóþotu niður brekkuna á leikskólalóðinni. Börnin hafa líka gaman af að veltast um í snjónum, hnoða snjóbolta og búa til snjókarl. Þá er betra fyrir þau að vera vel klædd og það er eins gott að vera í ullarsokkum og með hlýja vettlinga og húfu. Kúri þarf ekki að klæða sig í kuldagalla áður en hann fer út því hann er með svo þykkan feld. Það er líka eins gott því hann er kominn á bólakaf í snjóskafl. Þegar hlýnar úti finnst börnunum skemmtilegt að hoppa í pollunum sem koma þegar snjórinn bráðnar eða renna sér í brekkunni og verða drulluskítug. • Hvar er Kúri? • Hvað finnst ykkur skemmtilegt að gera í útiveru? Hugmyndir að umræðum • Gott er að nota stóru myndina til að opna umræðu um útiföt í tengslum við árstíðir. Í hvernig fötum eruð þið í útiveru á veturna? En á sumrin? • Hvernig eru börnin og fólkið á myndinni klætt? • Skoðið litlu myndirnar og athugið hvort þær passa við mismunandi árstíðir. • Hvernig föt farið þið í þegar rignir, snjóar, sólin skín eða þegar það er hlýtt úti? • Hverju er best að klæðast í rigningu? Hvað gerum við ef allt í einu kemur hellidemba og við erum úti á peysunni? • Hvernig er best að klæða sig í vondu veðri? En í góðu veðri? • Hvað þýðir að klæða sig eftir veðri? • Tengið við eigin upplifun barnana af veðri: Tala um þegar var rigning, snjókoma, sól

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 23 o.s.frv. Tala um hvernig veðrið er í dag og hvernig það verður þegar næsta árstíð kemur. • Fólk klæðist alls konar fatnaði. Hægt að ræða af hverju sumar konur eru með slæðu á höfðinu. (Á Vísindavefnum er hægt að fræðast um slæðunotkun kvenna.) Leikir og sköpun • Notið sköpunargleði og hugmyndaflug í vinnu með útiföt. Hægt er að teikna mynd af útifatnaði og nota fjölbreyttan efnivið til að skapa fjölbreyttan fatnað. • Biðjið börnin að taka þátt í að teikna myndrænt skipulag, t.d. hverju má klæðast í útiveru? Í hvað farið þið fyrst, hvað kemur svo og á hverju er endað? • Æfa sig að smella, renna og reima. • Leikur með samsett orð t.d. kuldagalli, strigaskór. Hvaða orð getur þú sett fyrir framan orðin: skór, buxur, sokkar? Kannski „spari“? Hvaða orð stendur eftir ef við tökum orðið kuldi úr orðinu kuldaskór? • Fáið börnin til að finna ákveðin föt. Þetta er æfing í að fara eftir fyrirmælum og bregðast við. Gefið fyrirmæli um að finna sokk, húfu og fleira. Tónlist • Mér er kalt á tánum • Fatavísur (Gamli Nói) • Hvar er húfan mín? Ítarefni Á heimasíðu Orðaleiks eru myndir sem hægt er að nota til að skipuleggja daginn í leikskólanum.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 24 Heimilið Í hverfinu hans Kúra eru margs konar hús. Sum húsanna eru stór, önnur eru lítil og mörg þeirra eru með garð. Í fjölbýlishúsunum eru fleiri en ein íbúð í sama húsi og oft liggja tröppur niður í kjallara. Það getur komið sér vel fyrir kött eins og Kúra að eiga góðan vin á hverri hæð. Kúri á vin sem hefur jafnmikinn áhuga á villtum fuglum og hann. Aðrir sem í búa í húsinu eru meira fyrir gæludýr. Kúri þekkir nánasta umhverfi húsanna í hverfinu mjög vel enda eru þar áhugaverðir leynistaðir. Stundum kemst Kúri inn í bílskúr þar sem alls konar dót er geymt en þá þarf hann að passa að lokast ekki inni. • Hvað eru gæludýr? Eigið þið gæludýr? • Hvers konar hús eru í hverfinu ykkar? Hugmyndir að umræðum • Á stóru myndinni má sjá hús þar sem búa tvær fjölskyldur. Talið um fjölskyldurnar og hvernig er umhorfs heima hjá þeim. • Skoðið litlu myndirnar sem eru í kringum stóru myndina. Hvar má finna þessar myndir á stóru myndinni? • Í hvernig húsi býrð þú? • Með hverjum býrð þú? • Hvernig voru hús í gamla daga og hvernig hús hafið þið séð? • Hvað er torfbær? • Hvernig eru hús í öðrum löndum, köldum/heitum? • Búa allir í húsi? Býr einhver í tjaldi, húsbíl, kofa ...? • Hvað er inni hjá okkur? Herbergjaskipan, húsgögn? • Hvar er geymslan í húsinu? Hvað þýðir þetta orð? Hvað er geymt í henni?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 25 • Hvað er að gerast inni og hvað er að gerast úti? • Hvað er Kúri að gera á þessari mynd? • Hvernig eru hlutirnir á myndinni notaðir? T.d. þvottavél, þurrkari, tröppur, dyrabjalla. • Hvað gerið þið heima hjá ykkur? Hjálpist þið að við húsverkin? • Átt þú gæludýr? Hver hugsar um dýrið svo að því líði vel? • Af hverju þarf að hugsa um gæludýr? • Langar þig að eiga gæludýr? Af hverju? Leikir og sköpun • Vettvangsferðir að heimilum barnanna. • Byggja hús úr pappakassa. • Börnin teikna mismunandi hús: stór, lítil, fjölbýli, einbýli. • Börnin teikna húsið sitt og finna staðsetningu á korti. • Tengja saman hús og götuheiti með t.d. garnspotta. • Spurningakeppni. Lýstu ákveðnum hlutum af heimilinu og fáðu börnin til að geta hverju þú ert að lýsa, t.d. við notum það til að sópa gólfið, hengja upp þvottinn o.s.frv. • Talið um hvað mismunandi herbergi heita í húsinu: svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottahús o.fl. • Leikir með hljóðkerfisvitund – Finnið myndir sem ríma við orðin mús-hús, kalla- bjalla, lak-þak, rós-ljós, skúr-fuglabúr, hópur-sópur. • Taka sundur samsett orð: þvottavél, þvottasnúrur, fuglabúr, ruslatunna. Skoðið líka orðhlutaeyðingu, hvaða orð stendur eftir þegar bíll er tekinn í burtu: bíl-skúr. • Setjið kunnuglega hluti af heimilum í ílát. Látið börnin skiptast á að taka einn hlut í einu og segja hvað hluturinn heitir og til hvers hann er notaður. T.d. „þetta er ausa, notuð til að ausa súpu.“ • Spæjaraleikur. Hvað eru margir hlutir í stofunni/eldhúsinu/bílskúrnum o.s.frv. sem byrja á t.d. bókstafnum „s“ eða „b“? Tónlist • Ein ég sit og sauma • Undarlegt hús Í námsefninu Tónlist og umhverfi má finna lög og texta sem tengjast umhverfi (sjá mms.is) Ítarefni Á vef Orðaleiks eru verkefni tengd málörvun og þar má finna þemað húsgögn og heimilið Verkefni frá Skólum á grænni grein - Landvernd: „Eins og við sjáum umhverfið okkar“.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 26 Eldhús Kötturinn Kúri finnur matarlykt langar leiðir. Þegar hann verður svangur þarf hann ekki annað að gera en reka trýnið út í loftið og þefa uppi hvaða nágrannar hans eru að útbúa girnilega máltíð. Svo læðist hann inn í eldhúsið til þeirra og gætir þess að láta lítið á sér bera. Kúri þykist kunna mannasiði en sleikir út um þegar eitthvað gómsætt dettur niður á gólf. Hann verður glaður þegar einhver laumar að honum munnbita og malar þá eins og traktor. Uppáhaldsmaturinn hans er samt soðin ýsa. • Hvað eru mannasiðir? • Hver er uppáhaldsmaturinn ykkar? Hugmyndir að umræðum • Til hvers er pottur notaður? En panna? Brauðrist? • Hvað er í ísskáp? Af hverju þurfum við ísskáp? • Hrærivél, til hvers er hún? En örbylgjuofn, til hvers er hann notaður? • Hvaða fólk er í eldhúsinu? Hvað er það að gera og af hverju? • Hvaða reglur gilda í eldhúsinu? Af hverju? • Af hverju er hreinlæti mikilvægt? • Hverju þarf að vara sig á í eldhúsinu? • Af hverju er mikilvægt að ganga frá? • Hvernig getum við hjálpað til í eldhúsinu? Hjálpið þið stundum til í eldhúsinu? • Hvað er rafmagnstæki? • Hver er uppáhaldsmaturinn ykkar? • Hvað er hollur/óhollur matur?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 27 Leikir og sköpun • Samvinnuverkefni, stór veggmynd af eldhúsi. Hægt að teikna og/eða nota tímarit til að klippa út og líma á veggmyndina. Einnig hægt að prenta út af vef bókarinnar. Umræður um staðsetningu hluta og búnaðar. • Stafasúpa. Við þurfum bala, skálar, skeiðar, tangir og bókstafi sem þola vatn, t.d. úr svampi. Börnin hella vatni í súpuskálarnar og nota svo tangir til að velja sér stafi úr balanum og setja í skálarnar sínar. Hvetjið börnin til að finna ákveðna stafi sem tengjast myndum á opnunni. (Það gæti verið einfaldara og gott að byrja á að láta þau finna sinn eigin staf.) Spjallið við þau og hlustið á samræður þeirra sín á milli. • Uppáhaldsmatur, gera skoðanakönnun. Gerið súlurit úr upplýsingunum. Spyrjið á öðrum deildum og berið niðurstöður saman. • Ávaxtakarfan. Börnin sitja í hring og velja sér ávöxt (hægt að láta þau draga myndir). Einn stendur í miðjunni og segir t.d. epli. Þá eiga allir með epli að standa upp og finna sér nýtt sæti. Sá sem er í miðjunni á að „stela“ einu sæti. Sá sem fær ekki sæti stendur í hringnum og allt er endurtekið. Þegar kallað er „áxaxtakarfa“ eiga öll að skipta um sæti. • Spæjaraleikur – Hvað eru margir hlutir í eldhúsinu sem byrja á t.d. bókstafnum „s“ eða „b“? • Bakið stafi með börnunum. • Ljóðagerð. Börnin semja ljóð um eldhús og myndskreyta: ○ Ég sé ... ○ Ég heyri ... ○ Ég finn lykt af ... ○ Ég bragða ... ○ Ég snerti ... ○ Ég finn ... Tónlist • Allur matur á að fara • Grænmetisvísur (úr Dýrunum í Hálsaskógi) • Piparkökusöngurinn (úr Dýrunum í Hálsaskógi) Ítarefni Setjið í leitarvél: Bjössi bangsi er svangur til að finna efni unnið á vef Snjallrar málörvunar. Á vef Orðaleiks eru verkefni tengd málörvun og þar er m.a. þemað matur. Orðasjóður – ávextir, hægt að búa til samstæðuspil. Orðasjóður – matur, hægt að búa til samstæðuspil.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 28 Stofa og herbergi Þegar fólkið hans Kúra fer í frí tekur fjölskyldan í næsta húsi að sér að passa hann. Þá lætur kötturinn eins og hann sé heima hjá sér. Honum finnst gott að kúra á silkimjúkum púða á sófanum í stofunni á meðan fjölskyldan slappar af eftir langan dag. Inni í herbergi barnanna úir og grúir af fötum, leikföngum og litum. Þar er líka margt forvitnilegt ofan í skúffu og inni í skáp. Bækurnar eru yfirleitt í bókahillunum en stundum liggja þær á gólfinu. Kúri er hrifnastur af ævintýrabókum og bókum með myndum af dýrum. • Hvað gerið þið þegar þið slappið af heima? • Hvers konar bækur finnst ykkur skemmtilegastar? Hugmyndir að umræðum • Um hvað er fólkið að tala? Gefið börnunum tækifæri til að mynda setningar. • Hvað heita herbergi heimilisins (nefna mætti: anddyri, forstofu, stofu, borðstofu, svefnherbergi, barnaherbergi, gang, þvottahús og geymslu)? • Hvað heita mismunandi hlutar hússins eins og veggir, loft, gólf, þak, kjallari, háaloft, strompur. • Umræður um leikföng. Hvernig leikföng eigið þið? Hvernig leikföng eru skemmtileg? Hvers vegna? Finnst öllum sömu leikföngin skemmtileg? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Þurfum við að eiga mikið af leikföngum? • Þarf að ganga frá eftir sig? Af hverju, af hverju ekki? • Leikföng barna áður fyrr. • Hvað er herbergi og hvað gerir maður þar? • Hvað þarf að hafa í herbergi? Hvað finnst þér vanta í herbergið þitt?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 29 • Deilir þú herbergi með einhverjum? • Alltaf þarf að hafa í huga aldur og þroska barnanna þegar umræður fara fram. Leikir og sköpun • Börnin teikna herbergið sitt, kennari þarf að vera vakandi fyrir að hlusta á samtal barna á meðan þau teikna. • Ræðið um myndina í bókinni eftir að þau eru búin að teikna herbergið sitt. Í samtalinu er gott að nefna það sem börnin töluðu um þegar þau teiknuðu myndina. • Klippið út leikfangamyndir úr blöðum, flokkið og límið á sameiginlegt blað. Teljið fjölda mynda í hverjum flokki. • Leikföng eru sett í poka. Börnin skiptast á að þreifa í pokann og reyna að lýsa leikfanginu fyrir hinum börnunum. • Börnin koma með uppáhaldsleikfangið sitt að heiman, sýna og segja frá. Tónlist • Dúkkan hennar Dóru • Dansi dansi dúkkan mín • Það var einu sinni strákur sem átti lítinn bíl

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 30 Forstofa og baðherbergi Fjölskyldan á efstu hæðinni í húsinu tekur vel á móti Kúra þegar hann kíkir í heimsókn. Kúri er með gott lyktarskyn. Hann byrjar gjarnan á að þefa af öllu í forstofunni. Þar má finna fjölbreytilega lykt. Hann finnur ilmvatnslykt af umslagi á gólfinu, lykt af nýslegnu grasi af strigaskóm og sveitalykt af stígvélapari. Súr táfýla sem gýs upp úr gömlum gönguskóm neðst í skógrindinni fær Kúra til að flýja inn á baðherbergi. Þar er svo mikil tannkremslykt að Kúra kitlar í nefið. Hann kemur auga á plastönd sem hann langar að krækja í. Á meðan hann bíður eftir tækifæri til að veiða öndina fær hann sér sopa úr polli á gólfinu en það er sápubragð af vatninu. • Hvað er lyktarskyn? Nefnið fleiri skynfæri. • Hvers konar lykt finnst ykkur góð? Hugmyndir að umræðum • Sýnið börnunum opnuna með forstofunni og baðherberginu. Ræðið um hvað er á litlu myndunum. Nefnið heiti hlutanna og talið um það sem við gerum við þá. • Hver er að koma heim? • Hvað heldur þú að sé í pokunum? • Hvar geymir maður fötin sín þegar komið er inn? • Hver fer í búðina? • Hjálpast allir að? • Hvort finnst þér betra að fara í bað eða sturtu? • Tekur þú eitthvað með þér í bað?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 31 • Hvers vegna þarf að fara í bað/sturtu? Umræða um hreinlæti. Af hverju burstar maður tennur eða greiðir hárið? Hvað notar maður til að þurrka sér? • Hvað sést í speglinum? Leikir og sköpun • Útbúið sulluker (ker á fótum þar sem hægt er að setja vatn, sand, hrísgrjón og annað efni sem örvar snertingu). • Setjið hluti sem tengjast heimili í sullukerið eða ílát af mismunandi stærð, hluti sem fljóta/sökkva, eru mismunandi á litinn. Hvaða hljóð tengjast vatni t.d. skvett, splass. Talið við börnin um hlutina í kerinu t.d. lit, lögun, stærð, áferð. Ræðið við börnin um hluti sem fljóta og sökkva. Spyrjið þau um fyrri upplifun af því að leika í vatni. Spyrjið um það sem gæti gerst ef vatnið yrði of mikið.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 32 Tilfinningar spennt hissa þakklát glöð spenntur pirraður leiður áhyggjufullur kvíðinn stoltur sorgmædd reið sátt hrædd hugrökk fegin þreytt Nágrannar Kúra eru tilfinningaríkir og þegar hann þvælist um hverfið verður hann vitni að mikilvægum stundum í lífi þeirra. Það er til dæmis afskaplega spennandi að eiga afmæli og Kúri verður alltaf spenntur að sjá hvað leynist í afmælispökkunum. Þegar afmælisbarnið fær gjöf brjótast fram margs konar tilfinningar eins og gleði og þakklæti. Foreldrar geta líka verið stoltir af barninu sínu þegar það prófar eitthvað nýtt. Kúri á það til að verða montinn þegar hann nær að klifra hátt upp í tré og kötturinn fær alltaf fiðring í magann þegar hann eltist við býflugu. En sumar tilfinningar geta verið óþægilegar; eins og afbrýðisemi, pirringur og reiði. Og vissar kringumstæður geta valdið kvíða eða hræðslu. Þá hjálpar að fá hlýtt faðmlag – það veit Kúri. • Hvað er þakklæti? Hvenær eruð þið þakklát? • Hvað er afbrýðisemi? Hafið þið orðið afbrýðisöm? Hugmyndir að umræðum • Af hverju heldur þú að einstaklingurinn sé spenntur, glaður, pirraður, reiður, hissa, kvíðinn, sáttur, hræddur, þreyttur, feginn, hugrakkur, áhyggjufullur, stoltur? • Hvað gerir þú þegar þú ert reiður, hissa, kvíðinn, glaður, stoltur o.s.frv.? • Vinátta, hvað er vinur? Hvað gerum við þegar slettist upp á vinskapinn? Að sættast, fyrirgefa. Hvernig leysum við úr misklíð? • Hjálpið barninu að koma tilfinningum sínum og annarra í orð. Hvað hugsar þú þegar þú upplifir tilfinningu t.d. þegar þú reiðist eða þegar þú ert stoltur? • Viðurkennið ólíkar tilfinningar. Þegar við viðurkennum og setjum orð á tilfinningar barna læra þau að setja orð á eigin tilfinningar og annarra. • Spyrjið hvað börnin hugsa þegar þau upplifa tilfinningu. Ræðið hvað er hægt að gera til bregðast við tilfinningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=