Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 94 Andheiti Þegar talað er um að hlutir séu andstæður er það stundum kallað andheiti. Hér má sjá myndir af nokkrum slíkum. Kúri gæti bætt nokkrum við, eins og bragðgóður og bragðvondur, saddur og svangur, ljótur og fallegur, vakandi og sofandi. Getið þið fundið fleiri andheiti? Tónlist Kúra finnst dásamlegt að hlusta á tónlist. Best finnst honum að liggja á bakinu í sófanum heima hjá sér og hlusta á fallegt lag. Hann hefur tekið eftir því að mannfólki finnst það líka. Margir virðast einnig hafa gaman af að spila á hljóðfæri eða syngja. Til eru margar tegundir af tónlist og mismunandi hljóðfæri gefa frá sér ólík hljóð. Í tónlistarskólanum í hverfinu er hægt að læra á alls konar hljóðfæri og prófa að spila með öðrum í hljómsveit. Þar er líka hægt að æfa söng. Kúri læðist inn í tónleikasalinn þegar verið er að stilla upp fyrir æfingu. Sum hljóðfæri eru blásturshljóðfæri, önnur ásláttarhljóðfæri og enn önnur eru strengjahljóðfæri. Á viss hljóðfæri er hægt að nota boga eða kjuða og hljómsveitarstjórinn sveiflar sprota þegar hann stjórnar tónlistarmönnunum. Kúri kemur sér fyrir á meðal áhorfendanna. Hann bíður spenntur eftir að leikið verði á trommurnar því þá titrar gólfið. Hafið þið prófað að spila á hljóðfæri? Erlend dýr Á bókasafninu í hverfinu er bók með myndum af erlendum dýrum. Það eru dýr sem ekki er að finna úti í náttúrunni á Íslandi. Kúra finnst gaman að skoða myndirnar. Dýrin eru rosalega flott en Kúri er feginn að eiga ekki á hættu að rekast á krókódíl, flóðhest eða fíl á næsta götuhorni. Ísbjörninn gæti líka gleypt hann í einum bita! Erlendu dýrin eru þó alls ekki öll hættuleg og Kúri væri alveg til í að hafa íkorna eða frosk í garðinum heima hjá sér. Hvar er Kúri? Kúri er mjög hrifinn af alls konar kössum. Hann hefur gaman af að stökkva upp á kassa, troða sér ofan í kassa, veltast um innan í kassa eða skríða í gegnum kassa sem er opinn báðum megin eins og rör. Stundum leikur Kúri sér að því að læðast í kringum kassa líkt og það leynist annar köttur á bak við hann. Svo lætur hann eins og það sé mús í felum undir öðrum kassa og dillar afturendanum áður en hann ræðst til atlögu og veltir kassanum um koll. En þegar kötturinn verður þreyttur á leiknum skríður hann á milli tveggja kassa til að kúra. Árstíðir og veður Árstíðirnar eru fjórar: vor, sumar, haust og vetur og þeim fylgir ólíkt veðurfar. Kúri kann að meta allar árstíðirnar. Á vorin hlýnar í veðri, svell bráðna, plöntur vaxa upp úr moldinni, fuglar búa sér til hreiður og börn komast oftar út í leiki. Síðan kemur sumarið, sólin skín, allt er í blóma og í logni má heyra flugurnar suða. Á haustin breyta svo laufin um lit og þegar vindurinn blæs fjúka laufblöðin af. Það finnst Kúra gaman! En honum finnst veðrið á veturna mest spennandi því það breytist svo ört. Það getur meira að segja skollið á óveður og stundum kyngir niður snjó. Þá geta krakkarnir búið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=