Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 92 sjóinn, hann er svo djúpur og kaldur. Á sjónum sigla líka skemmtiferðaskip um höfin blá og fólk í skoðunarbátum vonast til að geta séð ef hvalir koma upp á yfirborðið. Heppnin var með þeim því þarna er stór hvalur að blása. Út í móa Kötturinn Kúri veit fátt yndislegra en að rölta út í móa, finna ilminn af gróðrinum og hlusta á lóuna, spóann eða aðra fugla syngja. Á haustin fer fólk gjarnan út í móa til að tína margs konar ber. Kúri er búinn að átta sig á því að berjalyng vex vel í brekkum sem snúa á móti sól. Þangað leita fuglarnir enda eru þeir sólgnir í ber og kóngulær eru líka sagðar vísa mönnum á berjamó. En Kúri hefur meiri áhuga á flugum, fiðrildum og alls kyns skordýrum. Honum finnst gaman að fylgjast með geitungum úr fjarlægð en ef þeir koma of nálægt, baðar hann út öllum öngum! Hvað finnst ykkur gaman að gera úti í náttúrunni? Ferðalag Á sumrin fer fólk gjarnan í ferðalag um landið og stundum fær Kúri að fljóta með. Sumir fara í sumarbústað en aðrir vilja frekar fara í útilegu. Margir ferðast með tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi aftan í bílnum sínum. Fólkið reynir svo að koma sér vel fyrir á tjaldstæðinu en það gengur ekki alltaf vel. Það getur til dæmis verið flókið að tjalda ef maður kann ekki á græjurnar og vandasamt að grilla matinn passlega lengi. En það skiptir ekki öllu máli því útiveran kemur fólki í gott skap og flestir fá mjög mikla matarlyst – líka kettir. Hvað er Kúri eiginlega að gera? Hálendið Náttúran á Íslandi er falleg en Kúra finnst hún líka vera varasöm. Umhverfið er alltaf að breytast því hér eru bæði virk eldfjöll og jöklar sem ryðja sér leið. Útsýnið er víða fallegt og margir reima á sig gönguskó og þramma um hálendið til að njóta þess. Það getur þó verið erfitt að ganga upp og niður brattar brekkur og gjótur leynast hér og þar. Þá er gott að fara varlega til að detta ekki og hafa göngustafi að styðja sig við. Kúri er hins vegar lipur sem köttur og á ekki í nokkrum vandræðum með að stökkva yfir fjallagjótur. Á hálendi Íslands eru margir fuglar en frekar fáar dýrategundir. Austur á landi má þó rekast á hreindýr – eins og Kúri hefur fengið að kynnast. Hafið þið séð hreindýr? Í borginni Í borginni er alltaf eitthvað um að vera enda býr þar margt fólk. Þar má líka rekast á ketti eins og Kúra og alls konar hunda. Í miðborginni má einnig finna margs konar búðir, veitingastaði og kaffihús. Umferðin í borginni er oft þung. Stundum verða árekstrar en lögreglan gætir þess að fólk fari eftir umferðarreglunum. Hún hjálpar líka til þegar andamamma þarf að komast yfir götu með ungana sína. Kötturinn Kúri kann ýmis ráð til að komast á milli staða í borginni og á það til að gerast laumufarþegi í strætó. Getið þið komið auga á hann?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=