| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 91 stekkur um túnið, kiðlingur prílar upp á heybagga, svínin hrína, haninn galar, krummi krunkar, amman á bænum sækir egg, hænurnar kroppa korn og kettlingur eltir skottið á Kúra. Kúri er alsæll, eins og barnið sem buslar í drullupollinum og hann gæti vel hugsað sér að búa í sveit. Hafið þið heimsótt sveitabæ? Hvaða dýr sáuð þið þar? Hjá lækni og tannlækni Eitt sinn þegar Kúri var á þvælingi um bæinn stóðu dyrnar á læknastofunni opnar. Kúri fann einkennilega lykt og læddist inn á biðstofuna. Þar sat fólk sem þurfti á læknisaðstoð að halda. Einn maður var með annan fótinn í gifsi, kona huggaði veikt barn og stúlka með rjóðar kinnar hóstaði hátt. Þegar læknirinn var búinn að hlusta hana fékk hún lyf við hóstanum. Seinna um daginn fann Kúri aftur skrítna lykt sem leiddi hann inn hjá tannlækninum. Tannlæknirinn gaf barni verðlaun fyrir að hafa staðið sig vel og barnið brosti svo breitt að Kúri velti fyrir sér hvort hann gæti orðið dýratannlæknir. Hafið þið farið til tannlæknis? Í sundi Dag einn tekur Kúri eftir gati á girðingunni sem er við sundlaugina í hverfinu. Þegar hann hefur smeygt sér inn um gatið er eins og hann sé kominn í annan heim. Vatnshljóð, skrækir og köll berast úr öllum áttum. Kúri þarf að passa sig að verða ekki fyrir vatnsgusum. En svo finnur hann þurran stað framan við útiklefana. Þar ákveður hann að standa vörð til að passa upp á að það sleppi enginn sokkur út – því sokkar eiga það nefnilega til að hverfa þegar fólk klæðir sig úr þeim. Hafið þið lent í því? Aðrir sundlaugargestir virðast þó ekki hafa áhyggjur af þessu. Þeir stinga sér í vatnið og kafa og synda áhyggjulausir. Börnin busla í barnalauginni og sum fara í vatnsrennibrautina. Það er líka notalegt að sitja í heita pottinum og fara upp úr með mjúkar rúsínutær. Finnst ykkur gaman að fara í sund? Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera í sundi? Fjaran og höfnin Kötturinn Kúri kíkir oft niður í fjöru því þar er svo margt áhugavert að finna. Þar eru skeljar, kuðungar, steinar og grjót, mávar og mýs. Stundum rekst Kúri á plast eða annað rusl sem á alls ekki heima í fjörunni. Þá er nú gott að stelpa í fjöruferð ákveði að tína upp ruslið. Einhver er að reyna að veiða fisk með veiðistöng af bryggjunni. Aðrir hífa ker með veiði dagsins úr bát yfir á vörubíl. Í dag er ótal margt að sjá. Kúri kemur auga á lunda með síli í skrautlegum gogginum. Sá kann að veiða! Rétt við höfnina er björgunarsveitin að æfa sig að bjarga fólki úr sjónum. Allt í einu kippist Kúri við. Eitthvað appelsínugult skríður upp úr sandinum með klærnar á lofti. Hvað ætli það sé? Hafið Kettinum Kúra finnst hafið vera dularfullt og spennandi. Þar eru hákarlar og risavaxnir hvalir sem koma stundum upp á yfirborðið til að anda. Kúri kann betur við smærri fiska og finnst gaman að fara með fjölskyldu sinni út á mótorbát. Stríðinn mávur með fisk í gogginum flýgur rétt fyrir ofan Kúra sem teygir loppuna eins hátt upp og hann getur. Önnur fjölskylda er að veiða ýsu og þorsk í net í trillunni sinni. Sem betur fer eru allir í björgunarvesti því það getur verið hættulegt að detta í
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=