Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 90 Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er einnig í uppáhaldi hjá Kúra. Þá er mannfólkið í spariskapi og horfir saman á skemmtiatriði eða þrammar um í skrúðgöngu við hressileg lög lúðrasveitar. Ilmurinn sem berst frá pylsuvagninum finnst Kúra lokkandi. Ætli hann geti krækt sér í bita? Ævintýri og hrekkjavaka Í skólanum á að sýna leikrit því það er að koma hrekkjavaka og kötturinn Kúri lætur sig ekki vanta. Þar koma fyrir ýmsar kynjaverur úr ævintýrum eins og hafmeyja, draugur, geimvera, skrímsli, einhyrningur, dreki og norn. Kúri hefur fylgst spenntur með öllum klæða sig í grímubúningana enda er mikið um að vera. Nú hvetur leikstjórinn alla til dáða. Ofurhetjan er komin á loft, nornin fer með galdraþulu og sjóræningi æfir sig í að berjast við brynklæddan riddara. Einhver hrópar skrækri röddu: „Grikk eða gott!“ En hvar er Kúri? Jól Kötturinn Kúri getur ekki beðið eftir að jólin fari að nálgast. Þá skreytir fólk umhverfi sitt með fallegum ljósum. Kúra finnst einstaklega gaman að fylgjast með þegar kveikt er á jólaseríunum því þá verður allt svo ævintýralegt. En það er eitt sem veldur honum alltaf áhyggjum. Rétt fyrir jólin koma þrettán skeggjaðir jólasveinar til byggða í fylgd með ófrýnilegum foreldrum sínum. Og jólakötturinn er með þeim í för. Kúri er skíthræddur við jólaköttinn en börn virðast hafa gaman af jólasveinunum, enda gefa þeir krökkum í skóinn. Kúra er létt þegar hann heyrir kallað „gleðileg jól!“ því þá styttist í að jólasveinarnir haldi aftur til fjalla með köttinn sinn. Kúri heyrir hins vegar ekki þegar galað er „gleðilegt nýtt ár“. Um áramótin er haldin brenna. Þá er líka flugeldum skotið upp í himininn með miklum sprengjulátum sem Kúri kann illa við. En kötturinn kann ráð við því – hann á nefnilega mjög góð eyrnaskjól. Á þrettándanum er einnig tendrað bál. Þá dansa álfar, púkar og tröll í kringum bálköstinn og fólkið syngur með blys í hendi. Hvað gerið þið til að halda upp á áramót? Farartæki Kötturinn Kúri er hrifinn af farartækjum og fær fiðring í magann þegar þau þjóta hjá. Hann lætur sig dreyma um að ferðast langt út í sveit og horfir hugfanginn á eftir öllum farartækjum sem verða á vegi hans. Hvert skyldi fólkið í þeim vera að fara? Kúri hefur tekið eftir því að farartæki gefa frá sér ólík hljóð þegar þau fara hjá og sum eru meira að segja með sírenur. Hvers konar farartæki eru það? Í sveitinni Kúri er heppinn því hann fær að fara í dagsferð með nágrönnum sínum upp í sveit. Á sveitabænum sem þau heimsækja eru mörg dýr. Sum dýrin hafa eignast afkvæmi og því er í mörgu að snúast. Öll dýrin þurfa að hafa nóg að éta. Bóndinn sækir hey fyrir kindurnar í fjárhúsinu og bóndakonan gefur heimalningnum mjólk að drekka úr pela. Hundur nagar bein, nautið baular í fjósinu, folald

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=