Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 9 Leikræn tjáning Leikræn tjáning nýtist vel við kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Þegar verið er að leggja inn ný orð þarf kennarinn að nota leikræna tilburði í samræðum og nauðsynlegt er að setja orð á allar athafnir. Hægt er að lýsa með handahreyfingum og látbragði því sem verið er að gera og setja orð á það um leið. Dæmi: þegar ég klæði mig í útifötin þá renni ég upp úlpunni, set á mig húfu og fer í vettlinga. Einnig má nota látbragð með fyrirmælum s.s. allir að standa upp, setjast niður, taka upp bók og blýant. Hægt er að fara í leiki eins og til dæmis Símon segir. Einnig má nýta aðferðir leiklistar í kennslu í öllu tungumálanámi. Örsögur Með hverri opnu fylgir örsaga til upplestrar sem getur verið kveikja að umræðum. Sögurnar eru eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Örsögurnar má finna aftast í bókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=