Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 84 Góða nótt Umræður og orðaforði • Hefja umræður með látbragði og spyrja: Hverjir eru á myndinni? Hvað er að gerast? Hvað gerið þið áður en þið farið að sofa? • Bæta má við orðum og orðatiltækjum, t.d. draumur, myrkur, myrkfælinn, martröð, verði þér að góðu, takk fyrir matinn, hvað er í matinn í kvöld? • Kynna hljóðbækur fyrir nemendum, t.d. efni sem frítt á Youtube íslenskar barnasögur, lesið fyrir börn, sögur fyrir svefninn, barnaefni á íslensku. • Hvenær farið þið að sofa á kvöldin? Hvað þurfa börn að sofa lengi. Ræða um hvernig við bjóðum góða nótt á íslensku og heimamáli nemenda. • Ræðið um ævintýri Kúra, hvernig líður Kúra núna? Er Kúri þreyttur? • Tengja við myndina um tannlæknaheimsókn, mikilvægt að vera dugleg að bursta tennur fyrir svefninn. Í framhaldi af því má fara yfir efni frá Landlækni um tannvernd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=