| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 81 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Teikningar eða útklipptar myndir og orð sett í orðabók nemenda. Búa til setningar þar sem orðin koma fyrir. • Nemendur tala saman um orðin og hjálpast að við að gera margar setningar. Leikir • Símon segir. Kennari gefur fyrirmæli: Símon segir allir upp á borð, undir borð, o.s.frv. Þá gera börnin það sem Símon segir. Ef kennarinn notar ekki Símon fyrir framan skilaboðin og börnin gera samt eru þau úr leik. • Útbúið hindrunarbraut í samstarfi við börnin á útisvæði eða í sal, börnin þurfa að fara yfir, undir og í gegnum. Hafðu orð á því hvað börnin eru að gera þegar þau fara brautina, t.d. ég verð að fara á undan þér, þú verður fyrir aftan mig. Nú skríðum við undir róluna og í gegnum rörið, o.s.frv. • Inn og út um gluggann (ath. markvissa málörvun). • Fela hlut, nota afstöðuhugtök. • Einn fíll lagði af stað í leiðangur … • Spjald með hugtökum um yfir, undir, fyrir framan eða aftan, o.s.frv. Kennari dregur spjald og lætur nemendur endurtaka og raða sér eftir því hvaða spjald er dregið. • Vinna með hluti – staðsetja þá, taka mynd, færa taka aðra mynd (e. stop motion). • Nemendur teikna mynd eftir fyrirmælum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=