Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 80 Hvar er Kúri? fyrir aftan fyrir neðan í gegnum inni í neðst í miðjunni efst aftast fremst ofan í undir við hliðina á fyrir ofan fyrir framan ofan á á milli Umræður og orðaforði • Mikilvægt er að nota staðsetningarhugtök í samræðum um myndirnar t.d. hvað er fyrir framan/aftan Kúra? Hvað er fyrir framan/aftan þig? Hvað er fyrir ofan/neðan, o.s.frv. • Notið forsetningar og tengið við daglegt líf, notið tækifæri yfir daginn til að nota forsetningar. • Opna má umræðuna með því að kennarinn sýnir tóman kassa og tengir það myndunum með Kúra. Hann sýnir með einhverjum hlut hvernig hluturinn er ofan á, bak við, fyrir framan, o.s.frv. ○ Næst segir kennarinn öllum að standa fyrir aftan stól og kennarinn stendur einnig fyrir aftan sinn stól. Þá segir kennarinn um leið og hann fer upp á stólinn: „ég er upp á stól“ og gefur til kynna með látbragði að öll eigi að hoppa upp á stólana sína og segja það sama. ○ Svona er hægt að gera með því að fara undir borð, fyrir framan stól, aftan, o.fl. • Einnig er hægt að fara í göngutúr um skólann og búa til röð nemenda. Hver er fremstur, í miðjunni, á milli og aftastur. • Tröppur má nota til að bæta við raðtölum, raða nemendum í tröppurnar og ræða um í hvaða tröppu hver stendur. Í efstu tröppu, í fyrstu, í annarri, þriðju, fjórðu o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=