| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 8 baki þegar þau koma til landsins geta unnið með bókina samhliða lestrar- og ritunarnáminu. Þá eru notaðar lestrarkennsluaðferðir þar sem kennd eru hljóð og stafir og unnið með aðgerðir sem byggja upp hljóða- og hljóðkerfisvitund nemenda. Sjá t.d. á læsisvefnum. Sögugerð/endursögn Nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenskum skóla þurfa þjálfun í að nota tungumálið í samskiptum. Þess vegna eru umræður og samtal um það sem birtist á opnum bókarinnar grunnur að ritunarfærni nemenda. Í byrjun má vinna með munnlega endursögn og færa hana síðan yfir á ritað form. Árangursríkt er að tengja við reynsluheim nemenda. Gott er að skoða fylgirit með kafla 19.3 í aðalnámskrá. Sjá hér. Ritun þarf að byggja á stigskiptum stuðningi. Ritun Ótal leiðir má fara í vinnu með ritun. Ritunarverkefni má finna í fjölda kennsluleiðbeininga og handbóka. https://klb.mms.is/klb/Ritunarvefurinn https://laesisvefurinn.is/ritun/stigskiptur-studningur/ https://mms.is/frettir/laesisvefurinn-ritun https://vefir.mms.is/beinagrindur/index.html Íslenska í 3. og 4. bekk – Handbók kennara Beinagrindur Bókin Hið ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur Ævintýragerð barna Skapandi skóli Fræðslu -og hvatningarmyndbönd um ritun Skrift Mikilvægt er að þjálfa skrift. Sérstaklega fyrir þau börn sem eru að læra latneskt letur og nota til þess skriftarbækur. Tónlist Íslensk lög eru kynnt fyrir nemendum, bæði barnalög og dægurlög. Gott er að spila tónlist þegar verið er að vinna þemaverkefni. Á mms.is er m.a. hægt að finna bókina Tónlist og líkaminn, sjá hér. Á Spotify er hægt að finna mikið úrval af íslenskum lögum með textum (e.lyrics).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=