| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 76 Erlend dýr Umræður og orðaforði • Hvað sjáum við á myndinni? • Fara yfir heitin á dýrunum og hvar þau eiga heima. • Hafa nemendur séð þessi dýr með eigin augum? • Fyrir eldri nemendur er hægt að dýpka skilning þeirra með því að spyrja: ○ Hver hleypur hraðast, hægast? ○ Hver er með lengsta hálsinn? ○ Hver er stærstur, minnstur? ○ Hver er þyngstur, léttastur? o.fl. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur vinna saman hugarkort með myndum, velja sér dýr og skrifa 3 staðreyndir um dýrið. • Vinna með Frayer. • Veggspjald: nemendur velja sér eitt dýr, finna upplýsingar um dýrið með því að fara á bókasafnið eða heimildaöflun á netinu. Nemendur skrifa síðan einfaldar setningar um dýrið á veggspjald og myndskreyta.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=