| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 74 Tónlist Umræður og orðaforði • Ræða um hljóðfærin og hvað þau heita. Nota smámyndir af vefsíðu bókarinnar og nemendur setja orðin inn í orðabókina sína. • Hægt er að spyrja hvort þau kunni á hljóðfæri eða hvernig tónlist nemendur hlusti á, hver er uppáhalds hljómsveitin þeirra eða tónlistarmaður. Einnig er hægt að hlusta á tóndæmi. • Er skólahljómsveit í skólanum þeirra? Ef svo er má heimsækja þau á æfingu? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur setja saman stutta kynningu á uppáhalds hljómsveit eða tónlistarmanni og setja upp í glærukynningar með myndum og tóndæmum. • Kennari aðstoðar hvern og einn að setja saman texta sem fylgja á kynningunni. Textinn byggir á getu hvers og eins í íslensku. Leikir Í bókinni Töfrakassinn hefur verið safnað saman 103 leikjum sem tengjast tónlist. Bókin er fyrir börn frá leikskólastigi upp í yngstu bekki grunnskóla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=