Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 73 Andheiti Umræður og orðaforði • Útskýrum hugtökin andheiti og samheiti. • Útskýrum hvað stigbreyting er, lengstur/stystur, yngstur/elstur, þykkur/þunnur, vera með myndir og orð til að raða í rétta röð eftir stigbreytingu. • Tala um hvernig forskeytið ó getur breytt orðum í andstæðu sína: ódýrt, dýrt, óhreinn, hreinn. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa setningar með orðunum á myndunum þar sem unnið er með andstæður, t.d. kötturinn er úti, kötturinn er inni og stóri maðurinn talar við litla drenginn. • Þau sem eru lengra komin geta breytt jákvæðum setningum í neikvæðar og öfugt. • Nemendur teikna eða finna myndir sem sýna andstæður. • Láta börnin taka myndir á spjaldtölvu og skrifa og tala inn á þær. Leikir Spil eins og t.d. Krakka-Alias, Krakkaleikar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=