| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 71 Íþróttir Umræður og orðaforði • Heiti íþróttagreina sem sjást á myndinni: ○ Karate, sund, fótbolti, hjólreiðar, körfubolti, hestamennska, skíði (svig, brun, stórsvig), samkvæmisdansar, handbolti, skautar, blak, keila, júdó, badminton, tennis, ballet, golf, borðtennis, frjálsar íþróttir: kúluvarp, spjótkast, hástökk, langstökk, hlaup (spretthlaup, langhlaup), kringlukast … • Hefur þú æft íþróttir? • Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegust eða áhugaverðust? ○ Hvaða íþróttir gætir þú hugsað þér að prófa? • Hægt er að ræða um fyrirmyndir í íþróttum, íþróttamenningu, íþróttafélög og hvaða íþróttir er hægt að æfa í hverfinu. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa nöfn og finna myndir af fleiri íþróttum en koma fram á blaðsíðunni, t.d. íshokkí, hindrunarhlaup, þríþraut, siglingar, klifur, taekwondo. • Nemendur velja sér eina íþrótt og kynna sér hana. ○ Hvaða útbúnað/föt þarftu til að stunda íþróttina? • Skoða sagnir og orð tengd íþróttum, dómari, reglur, nota myndbönd og Kahoot. • Ræða íþróttaiðkun og tómstundir barna. Hvetja börn til að taka þátt. • Skoða nöfn á íþróttafélögum á Íslandi og í öðrum löndum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=