Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 70 Gerum og græjum Umræður og orðaforði • Byrjum á því að safna saman þeim sögnum sem nemendur kunna nú þegar. • Ræða um athafnir sem koma fram á myndunum og finna heiti yfir athafnir sem eiga við ykkar nemendahóp. • Tala um þátíð sagna, ganga – gekk, standa – stóð, o.s.frv. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Dagbókarskrif þar sem nemendur teikna myndir og skrifa fyrst orð og svo setningar. Kenna þarf nemendum muninn á sögnum í nútíð (núna) og þátíð (í gær). • Myndasögur þar sem nemendur segja frá því sem þau gera daglega og skrifa einfaldar setningar undir, t.d. ég vakna kl. sjö. Þegar nemandinn hefur náð tökum á nútíðinni er honum kennt að skrifa sama texta í þátíð. • Nemendur vinna í pörum og búa til frásagnir um daglegt líf, getur verið eigið líf eða líf tilbúinnar persónu. Teknar eru myndir og settar í frásögnina. Þegar nemendur kynna verkefnið talar annar í nútíð og hinn í þátíð. Nemendur æfa sig vel fyrir kynninguna og geta t.d. tekið hana upp. Leikir Látbragðsleikur, hvað er ég að gera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=