Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 7 vinna veggspjöld eða hugarkort með þeim þar sem orðum og myndum er safnað af hverri opnu. Prenta má út myndir af vefsíðu bókarinnar. Einnig geta börnin útbúið sína eigin orðabók og tengt við sterkasta tungumál sitt. Kötturinn Kúri Kötturinn Kúri eða ummerki eftir hann birtast á öllum opnumyndum bókarinnar. Börn geta skemmt sér við að leita að honum. Kúri er venjulegur heimilisköttur, appelsínugulur á litinn og bröndóttur. Hann er með græna ól um hálsinn og neðan úr henni hangir silfurlituð bjalla. Draumur hans er að veiða mús, fugl eða eitthvað annað. Kúri eltist við eitt og annað á opnumyndunum en í lok bókarinnar sofnar hann sæll og glaður með mjúkdýrinu. Það er tilvalið að nota ævintýri Kúra sem kveikju að samtali á hverri opnu. Mikilvægt er að tala um þátíð, nútíð og framtíð með því að eiga samtal um athafnir hans. • Hvað er hann að gera? • Af hverju? • Hvernig líður honum? • Hvað heldur þú að hafi gerst áður? • Hvað heldur þú að gerist seinna o.s.frv. • Nota má tækifæri til að koma að tölu orða og öðrum einföldum beygingaratriðum. Að skoða orð Bókin hentar vel í kennslu yngri nemenda sem eru að læra íslensku. Myndirnar má einnig nýta sem kveikjur í kennslu með eldri nemendum þar sem meira er unnið með stakar myndir en ekki bókina í heild. Tengja má innihald bókarinnar á einfaldan hátt við ritunarverkefni til að efla orðaforða. Hægt er að prenta opnumyndir út af vefsíðu eða opna þær á tölvu eða stórum skjá. Á öllum opnum bókarinnar er hægt að nota PWIM aðferðina. Lykilorð Notið lykilorð af þeirri opnu sem verið er að vinna með. Veljið líka orð sem nemendur geta notað í daglegum samskiptum. Endurtakið lykilorðin í mismunandi samhengi mörgum sinnum yfir daginn. Mikilvægt er að nota sjónrænar stoðir en þannig má grípa tækifærið og tala um orðin þegar börnin sýna þeim áhuga. Hvetjið þau til að nota orðin í daglegu tali. Velja má orð úr mismunandi orðflokkum t.d. nafnorð (skeið, diskur) sagnorð (borða, drekka) og lýsingarorð (heitt, hart, svangur, rauð). Tilgangurinn með þessu er að nemendur heyri orð í mismunandi samhengi og fái góða útskýringu á þeim og þjálfun í notkun þeirra. Hljóðkerfisvitund Þegar unnið er með nemendum sem eru nýkomnir til landsins og hafa skólagöngu að baki er innlögn á hljóðum íslenskra stafa nauðsynlegur grunnur og undirstaða þess að lesa á íslensku. Vinna þarf með atkvæði, samhljóðasambönd og samsett orð. Komi nemendur úr málumhverfi sem er mjög ólíkt því íslenska, t.d. þar sem talað er tónamál, þarf að vinna meira með hljóðavitund og hrynjandi. Nemendur sem hafa litla eða enga skólagöngu að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=