| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 68 Almenningsgarður Umræður og orðaforði • Hvað er almenningsgarður? • Hefur þú farið í almenningsgarð? Tengja við nærumhverfi nemenda. • Hvað er hægt að gera í almenningsgörðum? Er hægt er að gera það sama í öllum almenningsgörðum? • Ræða orðaforða myndarinnar, tré, hreiður, barnavagn, hjólastóll, gosbrunnur, snigill, endur, álft, skófla, garðkanna, vökva, gróðursetja, synda, sulla, vaða. • Fara í næsta almenningsgarð með nemendur ef sá möguleiki er fyrir hendi. Taka myndir í garðinum eða skoða myndir úr almenningsgörðum saman og vinna með orðaforða. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Hægt er að nýta aðferðafræði PWIM, prenta út myndir og skrifa heiti inn á. • Nemendur skrifa um fólkið á myndinni. Ákveða nöfn þeirra, aldur o.þ.h. Segja frá því hvers vegna þau eru þar og hvað þau eru að gera.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=