Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 66 Í bænum Umræður og orðaforði • Ræða um umhverfi bæjarins. Hver er munurinn á bæ og borg? Ræða orðið bær, fara í bæinn (miðbæinn). • Hvað fæst í bakaríinu? Hvað er snúður, brauð og kökur, o.s.frv.? Hægt að setja upp bakarí í skólastofunni. Teikna eða finna myndir af því sem þar fæst. Skrá verð og æfa sig að kaupa í bakaríi. Fara síðan í vettvangsferð í bakarí eða verslun í nærumhverfinu. • Hvernig kemst maður á milli staða? ○ Hlaupahjól, reiðhjól, gangandi, á bíl, í strætó, o.s.frv. • Hver er uppáhalds ísinn þinn? ○ Bragðtegundir og allskonar mismunandi gerðir af ís. • Hvað er mávurinn á götunni að gera? • Hvern er Kúri að elta? • Hægt er að ræða mismunandi bíla, rafbíla, bensínbíla, rafhleðslustöð og bensínstöð. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skoðum kort af nærumhverfi og hvað má finna þar. Tökum myndir t.d. af götuskiltum og verslunum og vinnum síðan áfram með þær í skólastofunni. Setjum myndirnar inn á kort (sjá gotukort.is). • Nemendur búa til sitt götuskilti og skrifa heimilisfangið sitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=