Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 64 Í borginni Umræður og orðaforði • Fjöllum um höfuðborgir, íbúafjölda, hverfaskiptingu í bæjum og borgum og áhugaverða staði í borginni. ○ Hvar býrð þú? Í miðbænum eða í úthverfi? ○ Hvað er hægt að gera í þínu hverfi? ○ Er hægt að fara í bíó, fara á kaffihús, taka strætó? • Hefur þú farið í bíó nýlega? Uppáhalds bíómynd, uppáhalds leikarar. ○ Skoða má hvaða texta er hægt að setja við bíómyndir og til dæmis er hægt að stilla á íslenskt tal á Disney. • Hvað er hægt að gera í borgum? ○ Skoða listasöfn, bókasöfn, almenningsgarða. ○ Róluvellir, leiksvæði, íþróttaaðstaða, hoppubelgir. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skoða matseðla veitingahúsa og nemendur búa til nýja t.d. með öllum uppáhalds matnum. • Skrifa um bíómynd, segja frá uppáhalds leikurum, o.fl. • Búa til auglýsingar t.d. fyrir bíómynd, verslun, kaffihús eða annað. • Skrifa um vettvangsferð t.d. í húsdýragarð, bæjarferð, ferð á bókasafn eða annað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=