Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 62 Hálendið Umræður og orðaforði • Ræðið það sem kemur fyrir á opnunni: jöklar, eldgos, jarðskjálftar, hraun, fossar, gönguleiðir, lúpína. • Fjallið um villt dýr á Íslandi: Hreindýr, refir, minkar, mýs – skoða á landakorti, hreindýr eru bara á Austurlandi en refir og minkar um allt land. • Skoða myndir og frásagnir af eldgosi t.d. í Geldingadölum. • Ræða hvernig er hægt að ferðast um hálendið. Hvaða farartæki geta farið um hálendið? Gönguleiðir, ferðaskálar, Landmannalaugar, Þórsmörk. • Hægt er að ræða um sértækan útbúnað sem þarf fyrir útivist á fjöllum. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega (Frayer). • Segja frá hæsta fjalli á Íslandi, ræða í framhaldi hæstu fjöll í heiminum, búa til súlurit. • Teikna og skrifa um jökla. Hægt er að vinna þemaverkefni um þjóðgarða, jökla, dýralíf og náttúruvernd. • Fara yfir lýsingarorð tengd fjöllum og náttúru. Tónlist • Upp á fjall • Esjan í flutningi Bríetar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=