| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 60 Ferðalag Umræður og orðaforði • Skoðið myndina með nemendum og ræðið hugtakið sumarfrí. • Hver hefur farið í útilegu? Ræða hvort nemendur hafa gist í tjaldi eða í sumarbústað. • Hvaða árstíð er? Hvernig sjáum við það? • Hvað er fólkið að gera á myndinni? Í hvernig leikjum eru krakkarnir? • Hvað er fullorðna fólkið að gera? • Hvaða tilfinningar sjáum við á myndinni? (Tengja við opnuna um tilfinningar.) • Tala um ferðalög sem hægt er að fara í. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur búa til póstkort, skrifa dagbók eða skrifa tölvupóst og segja frá ferðalagi. • Nemendur skrifa sagnorðin sem koma fyrir á opnunni og teikna mynd við orðið. Hægt er að nýta orðin til að leika og giska. • Nemendur sem eru lengra komnir í íslenskunámi geta valið sér eina fjölskyldu á myndinni og samið ferðasögu þeirra. Nemendur fá mynd af fjölskyldunni og líma á blað. Þau gefa persónunum nafn, aldur o.s.frv.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=