Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 59 • Gott er að byrja á því að láta nemendur búa til hugarkort áður en þau byrja á sögunni. Hægt er að útfæra hugarkortið á fjölbreyttan hátt. Nemendur geta til dæmis skrifað berjamó í miðjunni og út frá miðjunni verið með sagnorð, fatnað, tæki, tilfinningar, veðrið, nesti. Ef nemendur byrja á því að búa til hugarkort, eru þau komin með orðaforðann sem þau þurfa til að skrifa frásögnina. Einnig er hægt að gera hugarkort með orðinu ber – jarðarber, krækiber, bláber, hindber, vínber. Ef búið er að leggja inn öll helstu dýrin geta nemendur flokkað þau eftir yfirhugtökum: húsdýr, gæludýr, sjávardýr, villt dýr, skordýr. Þetta er hægt að útfæra á fjölbreyttan hátt eftir getustigi nemenda. Söngur Út um mó Nú blánar yfir berjamó (Hægt er að slá inn leitarorð t.d. á youtube) Ítarefni Fjalla um spendýr á Íslandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=