| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 58 Úti í móa Umræður og orðaforði • Hafið þið farið í berjamó? Hvaða ber þekkið þið? Hvaða ber vaxa villt á Íslandi? • Gott að rifja upp árstíðirnar og ræða hvenær er hægt að fara í berjamó. Tengja umræðuna um árstíðir og veðrið á myndinni, dýrin og klæðnaðinn. • Hvaða dýr sjáum við á myndinni? • Ræða náttúruna, er hún eins í öllum löndum? ○ Hvað er líkt og hvað er ólíkt? Tengja við nærumhverfið, athuga hvort að við sjáum fjöll frá skólalóðinni, hvernig er skólalóðin (hraun, gras, lækur)? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Gott er að flokka orðin sem rætt er um. Yfirheitin gætu verið dýr, náttúran, sagnorð. ○ Kennarinn skrifar heitin á réttan stað meðan nemendur skoða myndirnar. • Hægt er að vinna áfram með flokkunina. Þá geta nemendur fengið orðin/mynd á renning og eiga að flokka orðin sjálfir. Þegar unnið er með yngri nemendur er hægt að láta þau fá orðin skrifuð á renning og þau geta teiknað litla mynd við hliðina á orðinu. • Yngri nemendur teikna sína mynd af náttúrunni og fá heitin eða skrifa heitin inn á myndina. • Nemendur sem eru lengra komnir geta spreytt sig á að semja sögu út frá myndinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=