| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 57 Leikir Nemendur sitja í hring. Í miðjunni á hringnum eru myndir sem nemendur geta stuðst við til að muna orðin úr kaflanum. Fyrsti nemandinn segir ,,Ég fór í veiðiferð og sá bryggju …“, næsti nemandi segir svo: ,,Ég fór í veiðiferð og sá bryggju og bát.“ Hver nemandi segir það sem þau á undan töldu upp og bætir við einu orði. Fyrir yngri nemendur er gott að þau haldi myndunum uppi, þannig er auðveldara að muna orðarununa. Hér væri tilvalið að hafa myndir af sagnorðum líka eins og að veiða, sigla, synda, o.s.frv. Ítarefni Komdu og skoðaðu hafið Hreint haf, plast á norðurslóðum Söguskinna 3. kafli. Maður og náttúra
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=