Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 56 Hafið Umræður og orðaforði • Skoðið myndirnar og haldið áfram að flokka orðin sem koma fyrir á myndinni eins og gert var á opnunni á undan. • Spyrjið nemendur hvort þau hafi farið út á sjó. Hvort þau hafi prófað að veiða. • Hvað er að verða sjóveikur? • Ræðið björgunarvesti, björgunarhring og sögnina að bjarga. • Ræðið mismunandi heiti yfir báta, s.s. trilla, togari, farþegaskip, kafbátur, vélbátur, hvalaskoðunarskip og hvað er gert á þessum bátum og skipum. Hver er munurinn á bát og skipi? • Ræða um fiskveiðar og fisktegundir. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Sóknarskrift: Nemendur fá myndir af orðunum sem búið er að leggja inn. Þau skrifa svo rétt orð við myndina. • Búa til fiskabúr á vegg. Nemendur teikna fiska, krabba og annað sem tengist sjónum við Ísland og setja það í búrið. Skrifa rétt heiti á myndirnar sínar. Einnig er hægt að gera fiskabúr úr tómum skókössum eða morgunkornspökkum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=