Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 55 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Fara með nemendur í fjöruferð og vinna verkefni tengd vettvangsferðinni. Taka myndir í ferðinni. Skrifa heiti inn á myndirnar þegar heim er komið. • Nemendur safna hlutum sem þau finna í fjörunni og þegar þau eru komin í skólastofuna er hægt að raða hlutunum á borð og skrifa heitin á miða. • Einnig geta þau teiknað mynd af því sem þau fundu og skrifa um fjöruferðina. Ítarefni Umhverfisstofnun. Finndu mig í fjöru plastfræðsluverkefni fyrir grunnskóla. Á blaðsíðu fjögur er sniðugt verkefnablað sem nemendur geta tekið með sér í fjöruna. Um björgunarsveitir: Á ögurstundu. Fagur fiskur í sjó

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=