| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 53 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur finna í sameiningu eins mörg samsett orð sem byrja á sund og þau geta. Dæmi um orð eru: sundbolur, sundhetta, sundgleraugu, sundbuxur, sundskýla, sundlaug, sundbolti, sundnámskeið, sundlaugarvörður. Nemendur fá myndina og eiga að skrifa setningar eða orð til að lýsa því sem er að gerast á henni. • Nemendur geta unnið áfram með orðin og útbúið hugarkort þar sem forskeytið sund er í miðjunni og þau skrifa orðin út frá miðjunni. Einnig geta nemendur teiknað mynd við orðin eða fundið myndir í blöðum, bæklingum eða á netinu. Ítarefni Áður en byrjað er á þessum kafla er gott að vera í samstarfi við sundkennarann í skólanum og fara yfir þann orðaforða sem kemur fyrir í sundtímum hjá nemendunum. Hér mætti t.d. vinna með orðavegg. Sjá hér. Kæra dagbók 1
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=