Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 52 Í sundi Umræður og orðaforði • Hvað þurfum við að taka með okkur þegar við förum í sund? Hvað er í sundtöskunni/sundpokanum? (Sundbolur, sundskýla, handklæði, sjampó, sundkútar, sundgleraugu.) • Spyrjið nemendur hvort þau kunni að synda. Ræðið orðin að kafa, baksund, bringusund, skriðsund og að stinga sér. • Hefur þú verið í sundkennslu? Ræðið orðið ósyndur og útskýrið forskeytið -ó. • Skoðið myndina í sameiningu og leggið inn orðin sem koma fyrir á myndinni. • Vekið athygli á blindrastafnum og ræðið hlutverk hans og tilgang. • Gott er að vinna með röð atburða. Spyrjið nemendur hvað við gerum fyrst þegar förum í sund? Hvar setjum við fötin okkar í búningsklefanum, hengjum við þau á snaga eða setjum við þau inn í skáp? • Hvað gerum við svo? Við förum í sturtu og þvoum okkur, síðan klæðum við okkur í sundfötin og förum ofan í sundlaugina. • Fara yfir reglur í sundlaugum á Íslandi. • Með nemendum sem eru lengra komnir í íslenskunámi er hægt að leggja meiri áherslu á hugtök eins og: í / ofan í / inn í o.s.frv. • Sagnorð sem tengjast sundi, að synda, busla, skvetta, svamla, kafa, renna, kaffæra, slaka á o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=