Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 51 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur búa til teiknimyndasögu. Nemendur geta samið sína teiknimyndasögu eða gert teiknimyndasögu um það þegar þau fóru síðast til læknis eða tannlæknis. • Áður en byrjað er á þeirri vinnu er hægt að láta nemendur fá myndina sem er á opnunni, skrifa í sameiningu öll orðin sem koma fyrir og setningar til að lýsa atburðarásinni til að undirbúa nemendur undir sína teiknimyndasögu. • Fyrir yngri nemendur gæti verið nóg að skrifa stök orð í hvern ramma meðan eldri nemendur geta skrifað málsgreinar. • Nemendur geta samið samtöl eða hugsanir og sett tal/hugsanabólur við teiknimyndirnar. Leikir • Kennari er búinn að safna saman tannbursta, tannþræði, tannkremi, plástrum, grímu og fleiri smáhlutum sem tengjast kaflanum. Nemendur sitja í hring og kennarinn leggur alla hlutina inn í hringinn. Kennarinn biður nemendur um að loka augunum og á meðan fjarlægir hann einn hlut. Nemendur giska á hvaða hlutur er horfinn. • Einnig er hægt að fara í margskonar hlutverkaleiki. Ítarefni Tannvernd: Á vef landlæknis má finna myndbönd um tannhirðu og tannvernd. Hægt að hlusta á Glám og Skrám, tannpínusöngurinn. Horfa á Karíus og Baktus. Kæra dagbók 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=