Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 50 Hjá lækni og tannlækni Umræður og orðaforði Sýna nemendum opnuna og gefa þeim tíma í að skoða sögurammana. Á þessari síðu er gott að huga að hugtökunum: fyrst, síðan, svo, í lokin. Segja nemendum hvað gerist á fyrstu myndinni, hvað gerist svo, síðan o.s.frv. Hægt að bjóða nemendum að endurtaka frásögnina. • Spyrja nemendur hvort þau hafi farið til læknis? Útskýra orðið biðstofa – að bíða + stofa. • Ræða muninn á því að slasast eða veikjast. • Spyrja nemendur hvort þau hafi farið til tannlæknis. • Af hverju heldur strákurinn um kinnina á sér? Hvar finnur strákurinn til? Hvernig haldið þið að stráknum líði á fyrstu myndinni? • Útskýra orðið tannpína og spyrja nemendur hvort þau hafi fengið tannpínu. • Á hverju heldur strákurinn? • Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Ræða tannhirðu við nemendur, hvenær þau bursti tennurnar o.s.frv. • Spyrja nemendur hvernig stráknum líði á síðustu myndinni. • Ræða við nemendur hvað skólahjúkrunarfræðingur gerir. Gott að fara með nemendur og sýna þeim hvar hann er með aðstöðu í skólanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=