Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 48 Í sveitinni Umræður og orðaforði • Skoða myndina og ræða hugtakið húsdýr. Farið yfir heitin á dýrunum og afkvæmum þeirra. • Hvað éta dýrin? Tala um að dýr éta og menn borða. • Hvað er fólkið að gera á myndinni? • Hvaða farartæki sjáum við á myndinni? • Spyrja nemendur hvort þau hafi farið í Húsdýragarðinn, dýragarða í öðrum löndum eða komið á sveitabæ. • Hér er tækifæri til að ræða um gæludýr. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur velja sér eitt húsdýr og gera veggspjald eða bók um dýrið (hægt að vinna rafrænt eða á pappír). Hægt er að byrja á því að láta nemendur búa til hugarkort um dýrið þar sem ákveðnar upplýsingar eiga að koma fram. Þau skrifa síðan heildstæðan texta út frá þeim upplýsingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=