| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 47 Farartæki Umræður og orðaforði • Hvað heita farartækin á myndinni? • Rúta og strætó, útskýra muninn á þeim. • Hvernig koma nemendur í skólann? Nota myndir af farartækjum til að ræða þetta. • Hefur þú farið í sjúkrabíl, þyrlu, vörubíl? Í hvaða farartækjum hefur þú ferðast? • Fara yfir orð tengd farartækjum, að fljúga, keyra, hjóla, skutla, leigubíll, bílastæði, strætóskýli, bílastæðahús, bifvélaverkstæði, flugmaður, o.fl. • Hægt er að ræða um hjálma og hjálmaskyldu. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Samsett orð: taka orð í sundur s.s. bíll+sæti = bílsæti, hjól+hjálmur = hjólahjálmur, flug+maður = flugmaður o.s.frv. • Gera hugarkort þar sem t.d. orðið hjól eða bíll er í miðjunni og vinna út frá því. Leikir Fara í göngutúr og telja og skrá hvaða farartæki nemendur sjá. Ítarefni Á ferð og flugi í umferðinni. Skoða strætóleiðir á straeto.is
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=