Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 45 Jól, áramót, þrettándinn Áramót Þrettándinn Umræður og orðaforði • Ræða íslenskar hefðir við nemendur: jólafrí, jólasveinana, jólaköttinn, Grýlu og Leppalúða. • Segja frá þeirri hefð að börn setji skóinn út í glugga á Íslandi þrettán dögum fyrir jól. • Tala um skóladagatalið og uppbrotsdaga í desember. Tölum einnig um daga eins og Þorláksmessu, gamlársdag, nýársdag, o.þ.h. • Útskýra aðventu, aðventukrans og aðfangadag. • Tala um að kveðja árið, fara yfir ártalið og hvers vegna við segjum gleðilegt ár. Tala um áramótaskaupið og krakkaskaupið. • Sýna myndbönd og myndir frá brennum og flugeldum um áramót. Segja frá þrettándanum og útskýra einnig álfabrennur, álfa og huldufólk, finna texta við hæfi. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Búa til kort eða merkimiða á pakka. Útskýra orðin til og frá í tengslum við fallbeygingu og hvernig íslensk nöfn breytast eftir því hvaða orð kemur á undan. • Búa til áramótahatta og jólaskraut.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=