Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 44 Ævintýri og hrekkjavaka Umræður og orðaforði • Hvaða ævintýri þekkið þið? • Hvað sjáum við á myndinni og hvað heita ævintýrapersónurnar ? Spyrja nemendur hvort þau viti hvað þær heita á einhverjum öðrum tungumálum. • Margar sögur eru til sem byggja á alþjóðlegum ævintýrum og hægt er að ræða um það. Gaman er að tala um nöfn þeirra t.d. heitir sagan um litlu gulu hænuna, Litla rauða hænan á ensku. • Tengja við öskudag, hrekkjavöku og búninga. • Tala um orðin grikkur, hrekkur, stríða. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Semja ævintýri saman. Rætt til ritunar (e. talk for writing) eða aðrar ritunarhugmyndir. • Sögugrunnur – hugmyndir að ritunarvinnu og sögugerð. • Persónusköpun, t.d. teikna ævintýrapersónu. Tvö vinna saman annar nemandinn lýsir persónu og hinn teiknar. (Einföld lýsing sem búið er að fara yfir með myndum.) • Hægt er að ræða um lýsingarorð samhliða því að vinna með persónusköpun. Leikir • Skreyta stofuna fyrir hrekkjavökuna eða öskudag – „grikk eða gott“. • Setja upp leikþátt úr einhverju ævintýri inni eða úti. • Ábendingar um leiklist í kennslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=