Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 42 Hátíðir þjóðhátíðardagur 17. júní þorri öskudagur bolludagur páskar Umræður og orðaforði • Sýna myndir og myndbönd frá bolludegi, þorranum, páskum og 17. júní. • Tala um hefðir á Íslandi og í öðrum löndum. • Tala um þjóðhátíðir landa. ○ Tala um þjóðbúninga á Íslandi og í öðrum löndum. • Páskaegg og málshættir. • Tala um þorramat. • Ræða og útskýra öskudaginn. Sýna nemendum myndir frá deginum og útskýra hvað það er að slá köttinn úr tunnunni. Ræða hvernig búa má til „ódýran“ búning og gaman væri að láta nemendur föndra hatta eða grímur. • Bolludagur: Nemendur teikna mynd af bollu. Merkja inn rjóma, sultu, súkkulaði og skrifa inn í bolluna skilaboð um að það megi koma með bollu í skólann. • Skrifa auglýsingu fyrir þorrablót. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skreyta páskaegg. • Teikna fána og ræða um þjóðhátíðardaga. • Segja frá fjallkonunni og þjóðbúningum á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=