Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 40 Form – litir – tölur einn tveir þrír fjórir fimm sex sjö átta níu tíu ellefu tólf þrettán fjórtán fimmtán sextán sautján átján nítján tuttugu hringur horn sívalningur stjarna röndótt ferningur tígull sexhyrningur keila doppótt ferhyrningur þríhyrningur fimmhyrningur strik köflótt rauður blár gulur grænn hvítur svartur bleikur grár appelsínugulur brúnn fjólublár Umræður og orðaforði • Skoða mynd og ræða um formin. Eru til fleiri form? • Horfa í kringum sig í skólastofunni, hvaða form sjáum við hér inni? • Fara út á skólalóðina, ganga um skólann, hvaða form sjáum við oftast? Hvað form eru sjaldgæf? Taka myndir af formunum. • Telja og kenna tölurnar á íslensku. • Tala um raðtölur upp í 10 t.d. út frá bekkjum. Númer hvað er húsið þitt, skónúmer, símanúmer. • Tala um liti, t.d. hvaða liti við sjáum í kringum okkur í skólanum, úti á skólalóð, o.s.frv. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Búa til formin í tvívídd og þrívídd og hengja upp. • Skrifa tölurnar í bók, skrifa hærri tölur ef það á við vegna aldurs og þroska nemenda. • Hugtök eins og tugur og eining, samlagning og frádráttur, deiling og margföldun geta átt við fyrir eldri nemendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=