Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 39 Afmæli Umræður og orðaforði • Skoða myndina og tala um afmæli. • Hver á afmæli á myndinni? • Hvenær áttu afmæli? • Hvað ertu gamall/gömul? (Hægt að tala um lo. eftir kyni ef nemendur eru með grunn í málfræði annars tungumáls.) • Hefur þú farið í afmæli? Var gaman? Hvað var gert? • Hvernig væri óska afmælisveisla? • Hvaða veitingar eru í afmæli? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa boðskort í afmæli. • Skrifa afmæliskort með heillaóskum (tækifæri til að tala um beygingu eiginnafna). • Búa til súlurit fyrir hópinn eftir afmælismánuðum. Leikir • Syngja afmælissöngva. • Nemendur raða sér í röð eftir fæðingarmánuði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=