Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 38 Í búðinni Umræður og orðaforði • Hvaða búðir eru í nágrenninu? • Hefur þú verslað í matinn? • Hvað er fólkið að gera á myndinni? • Hver braut eggin? • Hvað eru börnin á myndinni að skoða? • Ræða flokkun á vörum í búðinni, t.d. hreinlætisvörur, bökunarvörur, o.s.frv. • Hvaða matur finnst þér góður? • Hvað myndir þú kaupa ef þú værir í þessari búð? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa eða teikna innkaupalista. • Læra um íslenska peninga. • Nemendur skrifa stutt samtal á milli afgreiðslumannsins og konunnar sem er að borga eða skrifað samtal á milli stelpnanna. • Nemendur fá mynd ljósritaða og setja inn á hana talbólur eða hugsanabólur þar sem kemur fram hvað fólkið er að segja eða hugsa. Leikir Fara í búðarleik. Hægt er að safna saman hlutum og umbúðum eða vera með myndir af því sem er til sölu á spjöldum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=